„Bræðratunga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Bræðratunga''' er stórbýli og kirkjustaður í Biskupstungum. Bærinn stendur framarlega í tungunni sem verður milli Hvítár og...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bræðratunga''' er stórbýli og kirkjustaður í [[Biskupstungur|Biskupstungum]]. Bærinn stendur framarlega í tungunni sem verður milli [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítár]] og [[Tungufljót (Árnessýslu)|Tungufljóts]]. Mikil beitilönd og engjar tilheyra Bræðratungu og á jörðin land í [[Pollengi]] við Tungufljót og Tunguey í Hvítá, en bæði eru grösugar starengjar. Í Bræðratungu var kirkja helguð [[Andrés postuli|Andrési postula]] í kaþólskum sið. Þar var fyrrum útkirkja frá [[Torfastaðir|Torfastöðum]] en árið [[1952]] var sóknin lögð undir [[Skálholt]]. Núverandi kirkja þar var vígð [[1911]].
 
== Höfðingjasetur ==
[[Eyfröður hinn gamli]] bjó í Bræðratungu en að sögn [[Landnámabók|Landnámabókar]] nam hann land milli Tungufljóts og Hvítár, og var þar lengi höfuðból og [[höfðingjasetur]]. Þar komu við sögu margir helstu höfðingjar [[Þjóðveldisöld|þjóðveldistímabilsins]] og ýmsir aðrir langt frameftir öldum. Meðal þeirra höfðingja sem þar bjuggu voru Ásgrímur Elliða-Grímsson sem meðal annars kemur fyrir í Njáls sögu. Traðir sem liggja frá gömlu vaði frá Hvítá heim að Bræðratungu heita enn ''Flosatraðir'', þær eiga nafn sitt að rekja til heimsóknar [[Flosi Þórðarson|Flosa Þórðarsonar]] á [[Svínafell|Svínafelli]] til Ásgríms. [[Gissur Þorvaldsson]] bjó um hríð í Bræðratungu.
 
Á [[16. öldin|16. öld]] bjó [[Gísli Hákonarson (lögmaður)|Gísli Hákonarson]] lögmaður á Bræðratungu, sem var talinn einn vinsælastur veraldlegra höfðingja á Íslandi. Hann var tengdarfaðir [[Þorlákur Skúlason|Þorláks Skúlasonar]] biskups í Skálholti. Tengdardóttir hans [[Helga Magnúsdóttir]] (kölluð Matrónan í Bræðratungu) bjó lengi í Bræðratungu, sem ekkja eftir Hákon mann sinn. Hún var þekkt höfðingjakona og kemur mikið við í sögu [[Brynjólfur Sveinsson|Brynjólfs Sveinssonar]] biskups.
 
Á [[17. öldin|17. öld]] bjuggu hjónin [[Einar Þormóðsson]] og Jóhanna Einarsdóttir í Bræðratungu.
 
 
 
<br />
[[Flokkur:Árnessýsla]]
[[Flokkur:Kirkjustaðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Höfðingjasetur á Íslandi]]