„José Ramos-Horta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
Ramos-Horta varð forsætisráðherra Austur-Tímor árið 2006 eftir afsögn [[Mari Alkatiri]], sem lá undir ásökunum um að hafa beitt dauðasveitum til að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Afsögn fagnað á Austur-Tímor|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=https://timarit.is/page/4134655|ár=2006|mánuður=27. júní|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref> Ramos-Horta og aðrir áhrifamenn, meðal annars [[Xanana Gusmão]] forseti, höfðu hótað afsögn ef Alkatiri yrði ekki látinn fara. Við embættistöku sína lagði Ramos-Horta áherslu á að koma þúsundum manna aftur til síns heima sem höfðu flúið frá Dili vegna óeirða í mótmælum gegn Alkatiri.<ref>{{Vefheimild|titill=Tekur við á Austur-Tímor|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://timarit.is/page/3903554|ár=2006|mánuður=9. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref>
 
Árið 2007 bauð Ramos-Horta sig fram til forseta Austur-Tímor. Hann vann sigur í annarri umferð kosningnnakosninganna og var svarinn í embætti þann 20. maí sama ár. Þann 11. febrúar 2008 varð Ramos-Horta fyrir byssuskoti þegar uppreisnarmenn úr röðum hersins réðust á heimili hans og reyndu að myrða hann. Ramos-Horta særðist alvarlega og þurfti að dveljast á sjúkrahúsi í Ástralíu í nokkra mánuði á meðan honum batnaði.<ref>{{Vefheimild|titill=Ramos-Horta úr lífshættu eftir skotárás|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=https://timarit.is/page/4183342|ár=2008|mánuður=12. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref>
 
Ramos-Horta bauð sig fram til endurkjörs árið 2012 en lenti í þriðja sæti í fyrri umferð forsetakosninganna á eftir mótframbjóðendunum [[Francisco Guterres]] og [[Taur Matan Ruak]].<ref>{{Vefheimild|titill=Ramos-Horta úr leik|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/ramos-horta-ur-leik|ár=2012|mánuður=18. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref> Eftir ósigur Ramos-Horta var honum boðið að gerast milligöngumaður Sameinuðu þjóðanna í hernaðardeilum í [[Gínea-Bissá|Gíneu-Bissá]].<ref>{{Vefheimild|titill=Ramos-Horta miðlar málum|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/ramos-horta-midlar-malum|ár=2012|mánuður=16. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. janúar}}</ref> Hann varð formaður friðargæsluskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu árið 2013.