„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sverrirbo (spjall | framlög)
Sverrirbo (spjall | framlög)
Nýr kafli um hátíðarmat
Lína 88:
 
Kanilsnúðar eru minni en hinn dæmigerði bakaríssnúður og úr þéttara deigi. Kanilsnúðar minna meira á kex enda harðari undir tönn og þurrari. Oft kallaðir afasnúðar.
 
== Hátíðarmatur ==
Á [[Jól|jólum]] er algengast að borðaður sé hamborgarahryggur á aðfangadag en tæplega helmingur heimila borðar hann. Aðrir vinsælir réttir eru kalkúnn, óreykt lambakjöt og steiktar rjúpur. Sitthvað annað sækir einnig í sig veðrið og borðar um fimmtungur eitthvað allt annað en fyrrgreint.<ref>{{Vefheimild|url=https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/582|titill=Hamborgarhryggur vinsæll á aðfangadag|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Á jóladag er venja að borða hangikjöt og er það gjarnan borið fram kalt með uppstúf, kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Oft er haft laufabrauð með.
 
Á [[Páskar|páskum]] eru ekki jafn fastmótaðar hefðir og á jólum en gjanan eru bornar fram stórsteikur líkt og lambalæri, purusteik og kalkúni. [[Páskaegg]] úr súkkulaði hafa verið borðuð á páskum frá þriðja áratug 20. aldar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2454#|titill=Hver er uppruni og merking páskaeggsins?|höfundur=|útgefandi=Vísindavefurinn|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
 
Blanda af [[Maltöl|maltöli]] og [[Egils Appelsín|appelsíni]] eða hvítöli og appelsíni er gjarnan drukkin með hátíðarmat hvort sem er á jólum eða páskum.
 
Á [[Sprengidagur|sprengidaginn]] er borðað [[saltkjöt og baunir]], saltkjöt soðið í þykkri baunasúpu úr gulum ertum.
 
Á [[Bolludagur|bolludaginn]] eru borðaðar sætar bollur úr vatnsdeigi eða sætu gerbrauði með rjóma, súkkulaði og sultu eftir smekk. Fiskibollur og kjötbollur eru gjarnan borðaðar líka.
 
Á [[Öskudagur|öskudaginn]] hefur um árabil tíðkast að börn klæði sig upp og syngi fyrir sælgæti hér og hvar. Áður tíðkaðist oftast að kötturinn væri sleginn úr tunnunni en sælgæti var þá í sett í tunnu og tunnan svo slegin uns hún sprakk.
 
Við ýmsa mannfögnuði svo sem sólarkaffi, [[Sumardagurinn fyrsti|sumardaginn fyrsta]] og á [[Þjóðhátíðardagur Íslands|þjóðhátíðardaginn]] eru gjarnan bornar fram pönnukökur.
 
Á [[Fyrsti vetrardagur|fyrsta vetrardegi]] og á réttadegi er oft borin fram [[Íslensk kjötsúpa|kjötsúpa]] og hafa bændur og veitingamenn haldið svokallaðan Kjötsúpudag á Skólavörðustíg um árabil.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.saudfe.is/frettir/2556-kj%C3%B6ts%C3%BApudagurinn.html|titill=Kjötsúpudagurinn|höfundur=|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
 
== Heimildir ==