„Hnokkmosar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Búið til með því að þýða síðuna "Bryum"
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. febrúar 2020 kl. 22:21

Hnokkmosar (fræðiheiti: Bryum) er ættkvísl baukmosa af Hnokkmosaætt . Hnokkmosar voru lengi vel stærsta ættkvísl mosa með yfir 1000 tegundir þangað til ættkvíslinni var skipt í þrennt árið 2005.[1] Frekari breytingar urðu á flokkun ættkvíslarinnar árið 2013 vegna rannsókna á þróun hnokkmosa sem byggðust á DNA-raðgreiningu.[2]

Lýsing

Hnokkmosar eru fjölættuð og formfræðilega fjölbreytt ættkvísl. Hnokkmosategundir hafa yfirleitt stutta, þykka og hringlaga stöngla.[3] Allar hnokkmosategundir hafa mjórri frumur á blaðjaðrinum. Greina má hnokkmosa á æxlunarkerfi þeirra, litbrigðum stöngulsins og blaða og á útliti blaðjaðarsins.[2]

Saga

Hnokkmosum var lýst sem ættkvísl af Johann Hedwig árið 1801 en nafnið var dregið af gríska orðinu yfir mosa.[4][3]

Grasafræðingurinn John R. Spence gaf út endurflokkun á ættinni árið 2005. Ættkvíslin Ptychostomum var aftur tekin í notkun og ættkvíslirnar Leptostomopsis og Plagiobryoides voru búnar til.[1] Seinna var ættkvíslunum Gemmabryum, Imbribryum og Rosulabryum bætt við hnokkmosaætt og Bryum-ækkvíslinni var þannig deilt niður enn frekar.[5]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 New genera and combinations in Bryaceae (Bryales, Musci) for North America, J. R. Spence, Phytologia 87: 15-28 (2005)
  2. 2,0 2,1 Genus Bryum, California Moss eFlora, Jepson eFlora for CA Vascular Plants, University Herbarium, University of California,
  3. 3,0 3,1 http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=104762. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  4. Sp. Musc. Frond. 178, plate 42, figs. 8-12; plates 43, 44. 1801
  5. Spence, John R. (apríl 2007). „NOMENCLATURAL CHANGES IN THE BRYACEAE (BRYOPSIDA) FOR NORTH AMERICA II“ (PDF). Phytologia. 89 (1): 110–114.