„Jean-Paul Marat“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
 
==Æviágrip==
Jean-Paul Marat fæddist til efnalítillar fjölskyldu af [[Sardinía|sardinískum]] ættum í bænum [[Boudry]] í [[Neuchâtel (fylki)|Neuchâtel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=[[franska]]|útgefandi= BiblioSanGavino|titill= Le origini sarde di Jean-Paul Marat - Biblioteca Multimediale di San Gavino M.le|url = http://www.bibliotecadisangavino.net/cultura/arrogus-de-storia/le-origini-sarde-di-jean-paul-marat|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=13. nóvember}}</ref> Hann hafði getið sér góðan orðstír sem læknir þegar [[franska byltingin]] braust út árið 1789. Marat rak um hríð eigin læknastofu í [[London]] og gaf þar út nokkrar heimspeki- og stjórnmálaritgerðir, þar á meðal ritgerðina ''Hlekkir ánauðar'' árið 1774. Í þeirri ritgerð setti Marat fram kenningar sínar um launráð aðalsins og frönsku hirðarinnar gagnvart almenningi. Marat sneri heim til Frakklands árið 1777 og vann um hríð í þjónustu [[Karl 10. Frakkakonungur|greifans af Artois]], bróður [[Loðvík 16.|Loðvíks 16. Frakklandskonungs]].<ref name=vikan>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4454034|titill=Ég er reiði fólksins: Marat og hlutverk hans í frönsku byltingunni|útgefandi=''[[Vikan]]''|ár=1967|mánuður=23. febrúar|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=13. nóvember}}</ref><ref name=mbl>{{Vefheimild|titill=Persónulegt hatur réð valinu|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1761342|ár=1992|mánuður=15. mars|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=13. nóvember}}</ref> Hann sagði upp þessu starfi þremur árum síðar og reyndi að fá útnefningu í [[Franska vísindaakademían|frönsku Vísindaakademíuna]] en hafði ekki erindi sem erfiði.
 
Hann hafði sætt ofsóknum fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og varð að felast í saggafullum kjöllurum og öðrum óheilsuvænum vistaverum. Þetta leiddi til þess að hann veiktist af húðsjúkdómi sem átti eftir að hrjá hann alla ævi. Til þess að draga úr áhrifum sjúkdómsins tamdi Marat sér að sitja oft löngum stundum í baði á meðan hann skrifaði og las.<ref name=vikan/>