„Freyr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
→‎Hvernig Freyr fékk Gerði: Leiðrétti fallbeygingu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 9:
Meðal þekktustu eigna Freys eru skipið [[Skíðblaðnir]], sem hefur þann eiginleika að hafa alltaf byr þegar segl kemur á loft, en má vefja saman sem dúk og hafa í pungi, gölturinn [[Gullinbursti]] sem dregur vagn hans og galdrasverð, sem berst af sjálfsdáðum. Sverð þetta var smíðað af [[ljósálfar|ljósálfum]] með máttugum töfraþulum með þann tilgang að það yrði að berjast fyrir [[Æsir|æsi]] ef þeir ættu að hafa nokkra von um að sigra í [[Ragnarök|Ragnarökum]].
 
== Hvernig Freyr fékk GerðarGerði ==
Eitt sinn er Freyr var ungur og ólofaður stalst hann til að setjast í hásæti [[Óðinn|Óðins]], [[Hliðskjálf]], en þaðan gat hann séð um heima alla. Á norðurhjara sá hann konu eina, sem var svo fögur að það lýsti frá henni birtu um alla heimana. Kona þessi var jötunmeyjan [[Gerður]], dóttir [[Aurboða|Aurboðu]] tröllkonu og [[Gymir|Gymis]] bergrisa. Freyr varð svo ástfanginn af Gerði að hann lokaði sig inni, talaði ekki við nokkurn og hvorki át, drakk né svaf. Þar sem hann var [[frjósemisgoð]] þá tók öll náttúran þátt í sorg hans og hætti að bera ávöxt.