„Bessastaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
Að áliðinni 20. öld þótti kominn tími til umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar húsanna á Bessastöðum og kallaði ástand Bessastaðastofu á miklar endurbætur. Af heimildum og fyrri rannsóknum þótti ljóst að vænta mætti þess að mannvistarleifar kæmu í ljós við framkvæmdir en þær hófust árið 1989 undir stjórn Bessastaðanefndar (sem skipuð var um endurbæturnar). Sú varð raunin, en miklu meira en menn óraði fyrir og mannvistarlög voru mörg, hvert ofan á öðru.<ref>Bessastaðanefnd (1999), 28.</ref> Að endingu spannaði fornleifarannsóknin á Bessastöðum níu ár og varð ein hin umfangsmesta sem fram hafði farið á Íslandi. Samkvæmt rannsóknum nær búseta á Bessastöðum allt aftur á landnámsöld. Auk mannvirkjaleifa, fannst allmikið af gripum við fornleifarannsóknina á Bessastöðum. Þá öfluðu vísindamenn stærsta safns fornvistfræðilegra gagna sem fundist höfðu í einum uppgreftri hérlendis fram að því.
 
Við upphaf húsaviðgerðarinnar, var kjallarinn undir Bessastaðastofu grafinn út og fornminjum komið fyrir þar, svo sýna mætti áhugasömum. Þann sómisóma sem fornminjum staðarins er sýndur með gerð fornleifakjallarans og útfærslu hans, má ekki síst þakka velvilja og skilningskilningi þáverandi forseta, sem var [[Vigdís Finnbogadóttir]]. Fyrirhugaður vínkjallari undir húsinu vék fyrir fornleifakjallaranum. og umUm leið jókst þýðing setursins þar sem unnt varð að sýna gestum forseta raunverulegar menjar um sögu staðarins og veita innsýn að nokkru leyti inn í daglegt líf æðstu embættismanna landsins árhundruð aftur í tímann.
 
Bessastaðanefnd og [[Þjóðminjasafn Íslands]] sameinuðust um frágang kjallarans sem sýningarhæfs rýmis og útstillingu muna. Frágangi hans var endanlega lokið um mitt árið 1994. Þarna má skyggnast nokkrar aldir aftur í sögu Bessastaða og meðal annars er gengt meðfram austurvegg bústaðar landfógeta frá fyrstu áratugum 18. aldar og má sjá inn á gólf hússins. Það var gert af bindingsverki og gefið er sýnishorn af því hvernig veggir slíkra bygginga voru gerðir en fyrirmyndin er allgömul og kemur frá Evrópu þó svo að hús úr bindingsverki hafi ekki reynst mjög vel hérlendis né verið endingargóð.