„Spaugstofan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lagfæri
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Spaugstofumenn.jpg|thumb|Spaugstofumenn í söngatriði þáttarins]]
'''''Spaugstofan''''' er grín-[[sjónvarpsþáttur]] sem hefur verið í gangi í [[Sjónvarpið|Sjónvarpinu]] og síðan [[Stöð 2]] með hléum síðan [[21. janúar]] [[1989]] þegar hún hóf göngu sína undir nafninu ''[[89 á stöðinni]]'', árið eftir hét hún ''[[90 á stöðinni]]'' og svo ''[[91 á stöðinni]]'' og ''[[92 á stöðinni]].'' Þessir þættir gerðust á mestu leiti í fréttastofu lítillar fréttastofu ''Stöðin.'' Árið [[1992]] fóru þeir í hlé og nokkrir af þeim fóru í [[Imbakassinn|Imbakassann]]. Þeir mættu aftur [[1996]] með heitið ''[[Enn ein stöðin]]'' sem gekk til [[1999]] og þá tóku þeir hlé í þrjú ár. Þeir mættu svo aftur [[2002]] með nafnið ''Spaugstofan'' og störfuðu til [[2010]] á RÚV, þá flutti þátturinn á [[Stöð 2]].
Þátturinn var á [[Stöð 2]] í fjögur ár, eða til [[2014]]. Þátturinn hætti þá en þeir fóru á svið með aðra sýningu [[2015]] ''"Yfir til Þín".'' [[23. janúar]] [[2016]] fóru þeir á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] með allra síðasta þáttinn sem bar heitið ''Andspyrnuhreyfingin.'' Einnig fóru þeir með sýningu [[1990]] sem nefndist ''"Örfá sæti laus"''.
 
Þátturinn var á dagskrá á [[Laugardagur|laugardagskvöldum]] og gekk yfirleitt út á það að sýna atburði liðinnar viku í spaugilegu ljósi. Spaugstofuna skipuðu undir það síðasta þeir [[Örn Árnason]], [[Karl Ágúst Úlfsson]], [[Pálmi Gestsson]] og [[Sigurður Sigurjónsson]]. [[Randver Þorláksson]] var í Spaugstofunni í tæpa tvo áratugi, eða allt til ársins [[2007]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1291093 Grein á www.mbl.is, ‚Randver hættir í Spaugstofunni‘.]</ref> Þessi hópur kallast Spaugstofumenn þegar fjallað er um þá í fjölmiðlum. Þessi skipan hefur verið óbreytt megnið af þeim tíma er Spaugstofan hefur starfað, ef frá er skilið brotthvarf [[Randver Þorláksson|Randvers]] árið 2007. Spaugstofuan gerði mikið grín að [[stjórnmál]]um og frægum mönnum á Íslandi.