„Gormánuður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3:
'''Gormánuður''' samkvæmt gamla [[Norræna tímatalið|norræna tímatalinu]] er fyrsti mánuður vetrar og hefst á laugardegi frá 21. til 27. október, nema í [[rímspillisár|rímspillisárum]], þá 28. október. Gormánuður virðist ekki hafa átt önnur nöfn að fornu og nafnið vísar til sláturtíðar. Fyrsti dagur gormánaðar er jafnframt haldinn hátíðlegur sem [[Fyrsti vetrardagur|fyrsti vetrardagurinn]].
 
Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á föstudegi og í [[Gamli stíll|gamla stíl]] lenti það þá á bilinu 10.-17. Októberoktóber. Eins og [[Sumardagurinn fyrsti|sumardagurinn fyrsti]] var hann [[messudagur]] fram til 1744, en sérstakar hugvekjur voru lesnar í heimahúsum lengi eftir það. [[Guðbrandur Þorláksson]] kallar október ''slátrunarmánuð''.
 
== Vetrarboð eða blót fyrsta vetrardag ==
Veturnáttaboða um [[veturnætur]] er oft getið í fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um [[Kristnitakan á Íslandi|kristnitöku]], svo sem [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]], [[Laxdæla saga|Laxdælu]], [[Reykdæla saga|Reykdæla sögu]], [[Njála|Njálu]] og [[Landnámabók|Landnámu]]. Raunar má segja, að engin árstíðabundin boð eða blót séu nefnd eins oft nema um jólaleytið.
 
Þetta á sér líklega þærþá náttúrulegu skýringu að á haustin var mest til af nýju sláturkjöti, og var það nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis þá í sem ríkusturíkustum mæli vegna þeirra vandkvæða, sem þá voru á geymslu þess, þegar ekki voru til frystihús og salt. KornuppskeraKornuppskeru var þá einnig lokið, hafi hún verið einhver.
 
VeturnáttboðVeturnáttboða er aftur á móti ekki getið í samtíðarsögum frá 12. og 13. öld, þótt til að mynda jólaveislur haldi áfram og síst minni í sniðum. Þessi munur gæti átt sér þá eðlilegaeðlilegu skýringu að öllum veislum af þessu tagi fylgja nokkrir helgisiðir og í heiðnum sið virðist hafa verið blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinndrukkin full heiðinna goða og vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs, sem síst hefur þótt neinn aufúsugestur. Svo mjög hafa menn óttast þettaþessa árstíð að í gamalli vísu frá 17. öld stendur:
 
''Öllu verri er veturinn en Tyrkinn.''
 
Og er þar vísað til hræðslu manna við sjóræningja þá sem kenndir voru við Tyrki. Því er líklegt að í veturnóttaboðumveturnáttaboðum hafi heiðnar vættir verið blótaðar í þeim tilgangi að fá þær til að milda veturinn, líkt og líklega hafi verið með þorrablót.
 
Þegar svo kirkjan tekur að berjast fyrir afnámi heiðinna siða, treysti hún sér sjaldnast til að afleggja veisluhöldin sjálf, því að fólkið vill hafa sína eikileiki og brauð, heldur leitaðist hún við að breyta trúarlegu inntaki þeirra og hnikar tímasetningunni til. Varla hefur því mannfagnaður í vetrarbyrjun verið látinn með öllu niður falla. [[Ólafur Tryggvason]] færði haustöl til [[Mikjálsmessa|Mikjálsmessu]], en sá dagur hefur ekki hentað hér, þar sem sláturtíð var vart hafin. Líkur benda hinsvegar til þess, að annar dagur nærri vetrarbyrjun, [[allraheilagramessa]], hafi komið í staðinn.
 
== Veðurspá fyrir vetri ==
Eins og fyrir sumarbyrjun hafa menn gert sér far um að spá með ýmsum hætti fyrir veðurfari vetrarins. Einna kunnasturkunnastar voru þær aðferðir að spá í [[Vetrarbrautin|vetrarbrautina]], kindagarnir eða milta úr stórgripum.
 
=== Vetrarbrautin ===
Lína 25:
 
=== Sauðagarnir ===
Þegar spá skyldi í sauðagarnir, var aðeins mark takandi á fyrstu kindinni, sem slátrað var heima á haustin. Byrjað var að skiðaskoða garnirnar hjá vinstrinni og táknaði hún upphaf vetrar. Síðan var haldið ofaneftir. Jafnan er nokkuð um tóma bletti í görnunum og áttu þeir að boða harðindakafla á vetrinum.
 
=== Milta ===