„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sverrirbo (spjall | framlög)
Nýr kafli um grænmeti
Sverrirbo (spjall | framlög)
Nýr kafli um brauð og kökur
Lína 61:
 
Í ylrækt er umfangsmesta framleiðslan í tómötum, gúrkum og papriku. Einnig eru framleidd salöt, kryddjurtir og sveppir. Í jarðrækt utandyra eru rófur og kartöflur umfangsmesta framleiðslan en einnig gulrætur, blómkál og ýmis kál, þar á meðal fóðurkál fyrir skepnur. Akuryrkja er nýleg viðbót við íslenska landbúnaðarframleiðslu og er helst ræktað bygg en einnig repja og hafrar. Meðal frumkvöðla í akurrækt eru bæirnir [[Vallanes]], [[Þorvaldseyri]] og Sandhóll.
 
== Brauð og kökur ==
Seytt rúgbrauð er dökkt á lit, sætt og klístrað. Sætan er nú vegna viðbætts sykurs en var áður ekki síst vegna hins langa bökunartíma við lágan hita sem brýtur niður sterkjuna í mjölinu<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/444146/|titill=Seytt rúgbrauð|höfundur=|útgefandi=Morgunblaðið|mánuður=Janúar|ár=1999|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>. Seydd rúgbrauð eru einnig þekkt sem [[pottbrauð]] eða [[hverabrauð]] eftir því hvort brauðið var bakað í potti á hlóðum eða í hver.
 
[[Hjónabandssæla]] er sæt baka með rabbarbarasultu sem er algeng hversdags.
 
[[Kleina|Kleinur]] eru hálfsætir deigvafningar sem eru steiktir í feiti og algengt kaffibrauð. Kleinur eru borðaðar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Norður Þýskalandi.
 
Ástarpungar eru steiktar deigkúlur með rúsínum og kryddaðar með kardimommu og sítrusolíu.
 
[[Flatkaka]] er þétt og þunnt, óhefað flatbrauð sem er bakað á pönnu eða eldavélarhellu. Algengt álegg á flatkökur er hangikjöt, kindakæfa eða ostur.
 
[[Laufabrauð]] er þunnt, steikt brauð sem borið er fram á jólum. Það er skreytt útskurði sem gefur því hátíðlegan brag. Laufabrauð er upprunið á Norðurlandi.
 
Vínarterta eða randalína er lagterta með ljósum, þéttum og þunnum (5-10mm) tertulögum með sultu á milli, gjarnan rabbarbarasultu. Vínartertan er í sérstökum metum í Íslendingabyggðum Norður Ameríku.
 
[[Pönnukaka|Íslenskar pönnukökur]] hafa þau sérkenni að vera næfurþunnar og millistórar, minni en hinar frönsku crépes en stærri en amerískar pönnukökur. Þær eru ýmist reiddar fram upprúllaðar með sykri eða brotnar í fernt með rjóma og sultu.
 
Soðbrauð, steikt brauð eða partar eru ósætt steikt brauð sem er einkennandi fyrir norðlenska matarhefð. Soðbrauð er borið fram með smjöri og reyktum silung eða smjöri og hangikjöti.
 
Snúðar eru dæmigert hversbakkelsi sem er nær eingöngu keypt í bakaríum. Snúður er úr hefuðu deigi með kanilsykri milli laga og er sett súkkulaði, súkkulaði glassúr, karmellu glassúr eða bleikur óbragðbættur glassúr ofan á. Í Hafnarfirði eru snúðar líka kallaðir bobbingar.
 
Kanilsnúðar eru minni en hinn dæmigerði bakaríssnúður og úr þéttara deigi. Kanilsnúðar minna meira á kex enda harðari undir tönn og þurrari. Oft kallaðir afasnúðar.
 
== Heimildir ==