„Snorri Sturluson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 193.4.142.107 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Snorri átti tvo bræðrasyni sem báðir hétu Sturla
Lína 17:
Heimkoma Snorra er vanalega talin marka upphaf [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] en þó virðist hann ekki hafa gert ýkja margt næstu árin til að uppfylla óskir konungsins og jarlsins. Sennilega hefur mikið af starfsorku hans árin eftir heimkomuna farið í að skrifa stórvirkin sem einkum hafa haldið nafni hans á lofti, Eddu og Heimskringlu. Hann var enginn ófriðarmaður þótt áhrifa hans gætti víða á bak við tjöldin í róstum þessa tímabils.
 
[[Sturla Sighvatsson|Sturla]], bróðursonur hans var aftur á móti orðinn fyrirferðarmikill, ekki síst eftir heimkomu sína úr suðurgöngu árið 1235, þar sem hann kom við í Noregi og hafði þar gerst lendur maður Hákonar konungs og tekið að sér að koma Íslandi undir hann, enda þótti konungi Snorra lítið hafa orðið ágengt. Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið [[Þorleifur Þórðarson|Þorleif Þórðarson]] frænda sinn rétt fyrir [[Bæjarbardagi|Bæjarbardaga]], sigldi hann til Noregs.
 
Þar höfðu þó aðstæður breyst því Skúli jarl og Hákon konungur voru orðnir ósáttir. Snorri var í Noregi tvo vetur en [[1239]], eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]], vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. ''Út vil eg'', sagði Snorri, hafði orð konungs að engu og sneri heim.