„Mön“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Mön er ekki flokkuð með krúnunýlendum (crown colony) heldur ásamt Guernsey og Jersey nefnd
Lína 35:
'''Mön''' er [[eyja]] í [[Írlandshaf]]i í miðjum [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjaklasanum]]. Hún er í konungssambandi við [[Bretland]] en nýtur fullrar sjálfstjórnar varðandi flesta hluti og telst ekki vera hluti af Bretlandi. [[Löggjafarþing]] eyjunnar, [[Tynwald]], hefur starfað óslitið frá því í kringum 978. [[Lávarður Manar]] er þjóðhöfðingi eyjarinnar en titillinn er hluti af titlum [[Bretadrottning]]ar, [[Elísabet 2.|Elísabetar 2.]] [[Landstjóri Manar]] fer með vald hennar á eyjunni en [[ríkisstjórn Bretlands]] fer með utanríkis- og varnarmál. Íbúar eyjarinnar eru nefndir ''Manverjar'' á íslensku.
 
Eyjan hefur verið byggð frá því fyrir 6500 f.Kr. Manverjar eru ein af sex þjóðum [[keltar|kelta]] og [[manska]], sem er [[gelísk mál|gelískt mál]], kom fram á sjónarsviðið á [[5. öldin|5. öld]]. [[Játvin af Norðymbralandi]] lagði eyjuna undir sig árið 627. Á [[9. öldin|9. öld]] settust [[norræna|norrænir menn]] að á eyjunni. Mön varð síðan hluti af [[Konungsríki Manar og eyjanna]] sem náði yfir [[Suðureyjar]] og Mön. [[Magnús berfættur]] Noregskonungur bar þannig titilinn „konungur Manar og eyjanna“. Árið 1266 varð eyjan hluti af [[Skotland]]i samkvæmt [[Perth-samningurinn|Perth-samningnum]]. Eftir tímabil þar sem ýmist [[Skotakonungur|Skotakonungar]] eða [[Englandskonungur|Englandskonungar]] fóru með völd á eyjunni varð hún [[lén]] undir ensku krúnunni árið 1399. Lávarðstitillinn gekk til bresku krúnunnar árið 1765 en eyjan varð þó aldrei hluti af [[Breska konungdæmið|Breska konungdæminu]], heldur hélt sjálfstæðiáfram sem [[krúnunýlenda]]vera sjálfstætt lén undir krúnunni.
 
Á eyjunni búa rúmlega 80 þúsund manns. [[Manska]] dó út sem [[móðurmál]] á eyjunni um 1974 og nú tala hana aðeins um 100 manns. Eyjan er [[skattaskjól]] með fáa og lága [[skattur|skatta]]. Undirstaða efnahagslífs eyjarinnar eru [[Aflandsbanki|aflandsbankaþjónusta]], [[iðnaður]] og [[ferðaþjónusta]].