„Taívan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Chongkian (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
|VÞL_ár = 2014
|VÞL_sæti = 21
|gjaldmiðill = [[Nýr TævandalurTaívandalur]]
|tímabelti = [[UTC]] +8
|þjóðsöngur = 中華民國國歌
Lína 36:
'''Lýðveldið Kína''' ([[hefðbundin kínverska]]: 中華民國, [[einfölduð kínverska]]: 中华民国; [[Wade-Giles]]: ''Chung-hua Min-kuo'', [[Tongyong Pinyin]]: ''JhongHuá MínGuó'', [[Hanyu Pinyin]]: ''Zhōnghuá Mínguó'') er lýðræðisríki sem nær nú yfir eyjuna [[Taívan (eyja)|Taívan]], [[Pescadoreseyjar]], [[Kinmeneyjar]] og [[Matsueyjar]] undan strönd meginlands [[Kína]]. Nafnið '''Taívan''' er oft notað til að vísa til þessa ríkis en „Kína“ til að vísa til [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] á meginlandinu.
 
Taívan var áður þekkt sem „Formósa“. Íbúar voru aðallega [[taívanskir frumbyggjar]] þegar [[Holland|hollenskir]] og [[Spánn|spænskir]] kaupmenn komu sér þar fyrir á [[17. öldin|17. öld]]. Kínverski sjóræninginn [[Koxinga]] hrakti Hollendinga þaðan árið [[1662]] og stofnaði konungsríkið [[Tungning]]. [[Tjingveldið]] lagði eyjuna síðan undir sig árið [[1683]]. Kína lét [[Japan|Japönum]] eyjuna eftir árið [[1895]]. Lýðveldið Kína var stofnað á meginlandi Kína árið [[1912]] þegar síðasti [[Keisari Kína|keisarinn]] sagði af sér. Eftir lok [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]] fengu Kínverjar aftur yfirráð yfir eyjunni. Þegar [[kínverski kommúnistaflokkurinn]] náði völdum á meginlandi Kína árið [[1949]] fluttist [[Kuomintang|stjórn þjóðernissinna]] undir forystu [[Chiang Kai-shek]] hershöfðingja til TævanTaívan. Stjórnin gerir tilkall til alls [[Kína]] og lengi vel var hún eina alþjóðlega viðurkennda stjórn landsins.
 
Lýðveldið Kína var eitt af 51 stofnríkjum [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] og eitt af þeim fimm ríkjum sem sátu í upprunalega [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|öryggisráðinu]]. Árið [[1971]] tók Alþýðulýðveldið Kína sæti þess hjá Sameinuðu þjóðunum og heldur því enn. Flest ríki ákváðu síðan að viðurkenna Alþýðulýðveldið Kína sem [[sjálfstætt ríki]] í stað Lýðveldisins Kína en Lýðveldið Kína er nú viðurkennt sem sjálfstætt ríki af 26 ríkjum. Alþýðulýðveldið Kína viðurkennir ekki yfirráð Lýðveldisins Kína yfir eyjunni og telur hana formlega vera 23. hérað Kína.
 
Á síðari hluta 20. aldar átti sér stað hröð [[iðnvæðing]] á Taívan og efnahagur landsins óx hratt. Taívan er einn af [[Asísku tígrarnir fjórir|asísku tígrunum fjórum]] (ásamt [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], Japan og [[Singapúr]]). [[Hátækniiðnaður]] TævanTaívan er mikilvægur fyrir allan heim. Landið fær háar einkunnir fyrir fjölmiðlafrelsi, heilbrigðisþjónustu, menntun, efnahagsfrelsi og þróun.
 
==Heiti==