„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sverrirbo (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Sverrirbo (spjall | framlög)
Nýr kafli um fisk
Lína 10:
Norðlæg staða landsins með stuttu sumri og nálægð við hafið eru þeir þættir sem helst einkenna hráefnisöflun íslenskrar matargerðar fyrri tíðar. Innflutningur varnings hefur alla tíð verið mikilvægur til að sækja hráefni svo sem korn, salt og sykur. Afskekkt staðsetning landsins setti mark sitt á innflutninginn fyrr á öldum sem og [[einokunarverslun]] Dana á 17. og 18. öld.      
 
Kindur, svín, geitur og nautgripir hafa verið í búsmala íslenskra bænda við landnám auk alifugla og hrossa. [[Litla ísöld]], kuldaskeið frá 14. öld olli því að nær eingöngu sauðfé og hross voru eftir og fáar kýr þegar komið er fram á 18. öld. Talið er að kornrækt hafi verið allnokkur við landnám en að hún hafi einnig lagst af vegna kuldatíðarinnar og vegna mannfalls í skæðum pestum á 15. öld en korn hefur þá verið flutt inn í staðinn.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/705/ArniBjornsson-DaglegtLifA18old.pdf?sequence=1|titill=Daglegt líf á 18. öld|höfundur=Árni Björnsson|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65052|titill=Hver er saga bænda á Íslandi?|höfundur=|útgefandi=Vísindavefurinn|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Garðyrkja er engin svo heitið geti fyrr en á 18. öld og verður ekki almenn fyrr en á 19. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2216|titill=Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi|höfundur=|útgefandi=Vísindavefurinn|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
 
Vegna hins stutta vaxtartímabils eru varðveisluaðferðir svo sem þurrkun, [[kæsing]], reyking og súrsun einkennandi fyrir íslenskan mat.
 
== Kjötmeti ==
Kjöt og innmatur er mjög einkennandi fyrir íslenska matarhefð og þá einna helst kindakjöt líkt og landbúnaðarhættir bera með sér. Eftir siðaskipti var neysla hrossakjöts bönnuð og þótti át þess tilheyra heiðnum sið. Á 19. Öld er þó tekið að neyta hrossakjöts á ný og er bæði folalda- og hrossakjöt á boðstólum í dag.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5381|titill=Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?|höfundur=|útgefandi=Vísindavefurinn|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref> Kjötneysla hefur breyst mikið með tilkomu kjúklinga- og svínaræktar en mest er neytt af kjúklingakjöti nú.<ref>{{Vefheimild|url=https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/landbunadur/kjotframleidsla-og-neysla-2015/|titill=Kjötframleiðsla og neysla 2015|höfundur=|útgefandi=Hagstofa Íslands|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
 
== Fiskur og sjávarfang ==
Við sjávarsíðuna hefur fiskur verið sóttur alla tíð þar sem unnt var að neyta fersks fisks. Inn til sveita var hertur fiskur á boðstólum enda flutningar tímafrekir.<ref name=":0" /> Ferskur fiskur var yfirleitt borinn fram soðinn og gjarnan með feiti svo sem smjöri, bræddri [[tólg]] eða [[hamsatólg]]. Kæstur og siginn fiskur er soðinn í vatni og borinn fram heitur. Hann hefur mjög afgerandi bragð og lykt sem fólki líkar misvel. Kæst skata er helst borðuð á Þorláksmessu.
 
Meðal þess matar sem hefur verið sóttur í fjörur er: hvalur, skelfiskur, og söl.
 
== Heimildir ==