„Mexíkó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
 
== Heiti ==
Orðið ''Mēxihco''México kemur úr málinu [[nahúatl]] og var notað yfir kjarnasvæði [[Astekaveldið|Astekaveldisins]], það er [[Mexíkódalur|Mexíkódal]] og héruðin þar í kring. Íbúar þar voru kallaðir [[Mexíkar]]. Almennt er talið að þjóðarheitið sé dregið af staðarheitinu, þótt það gæti hafa verið á hinn veginn. Uppruni heitisins er óviss en stungið hefur verið upp á að það sé dregið af einu af nöfnum stríðsguðsins [[Huitzilopochtli]], ''Mexitl'', eða mánaguðsins [[Metztli]]. Á nýlendutímanum þegar Mexíkó (ásamt núverandi suðurríkjum Bandaríkjanna) var kallað [[Nýi Spánn]], var þetta svæði umdæmið Mexíkó, og þegar Nýi Spánn fékk sjálfstæði varð það [[Mexíkófylki]]. Þegar hið skammlífa [[Fyrsta mexíkóska keisaradæmið|Mexíkóska keisaradæmi]] var stofnað 1821 dró það nafn sitt af höfuðborginni, Mexíkóborg. Nafninu var haldið þegar Bandaríki Mexíkó voru stofnuð 1823 og æ síðan.
 
== Saga ==