„Eva Perón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 49:
 
==Greftrun Evu Perón==
Dýrkunin á Evítu varð enn yfirgengilegri eftir að hún lést. Henni var byggt risavaxið grafhýsi í elsta verkamannahverfi Búenos Aíres og þeir sem ekki klæddust sorgarklæðum við ríkisútför hennar misstu vinnuna eða voru jafnvel dæmdir í fangelsi. Lík hennar var smurt og átti að varðveitast að eilífu í grafhýsinu<ref name=þjóðardýrlingur/> og áætlanir voru gerðar um að láta byggja minnisvarða henni til heiðurs sem áttuátti að verða tvöfallttvöfalt hærrahærri en [[Frelsisstyttan]] í New York.<ref name=tíminn>{{Vefheimild|titill=Ferðalag látinnar forsetafrúar|url=https://timarit.is/page/3744067|útgefandi=''[[Tíminn]]''|ár=1974|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=24. janúar}}</ref> Aðeins þremur árum eftir að Evíta lést var Juan Perón hins vegar steypt af stóli og nýir valdhafar í Argentínu gerðu allt sem hægt var til að þurrka út minninguna um þau Evítu. Ofurstinn Mori-Koenig lét fjarlægja lík Evítu úr grafhýsinu og flytja það á milli staða í borginni. Í kjölfarið lét nýja herforingjastjórnin flytja lík hennar til Evrópu, þar sem það kom við í [[Brussel]] og [[Bonn]] áður en það var loks jarðsett í mótmælendakirkjugarði í [[Róm]]. Eftir að vinstrisinnað dagblað skrifaði frétt um að Evíta væri grafin í Róm var líkið flutt að nýju og hún jarðsett í [[Mílanó]] undir nafninu Maria Maggi.<ref name=tíminn/>
 
Árið 1971 ákvað ný ríkisstjórn Argentínu að fá lík Evu sent aftur heim, en á þessum tíma hafði enginn undir höndum upplýsingar um hvar það var niður komið. Stjórnvöld Frakklands og Vatíkansins hjálpuðu Argentínumönnum að hafa upp á líkinu og að endingu var því skilað í vörslu Juans Perón, sem bjó á þessum tíma í útlegð á Spáni.<ref name=tíminn/>