18.084
breytingar
Merki: 2017 source edit |
m Merki: 2017 source edit |
||
'''Íslensk matargerð''' hefur verið mótuð af legu landsins og veðurfari. Meðal lykilatriða íslenskrar matargerðar eru [[Sauðfé|lambakjöt]], [[Mjólkurafurð|mjólkurafurðir]] og [[fiskur]]. Vegna einangrunar og skorts á fersku hráefni á veturna hefur sögulega verið þörf á að [[Geymsla matvæla|geyma matvæli]] með því að leggja þau í [[Mysa|mysu]] eða [[lögur]], [[Söltun|salta]], þurrka eða [[Reyking|reykja]]. Til vinsæls íslensks fæðis má telja [[skyr]], [[hangikjöt]], [[Kleina|kleinur]], [[laufabrauð]] og [[Bolla (matur)|bollur]]. [[Þorramatur]] samstendur af hlaðborði með kjöti, fiski, [[Rúgbrauð|rúgbrauði]] og [[Brennivín|brennivíni]] og er helst borðaður á [[Þorrablót|Þorrablóti]].
Við aukinn innflutning matvæla hefur íslensk matargerð færst nær evrópskum venjum. Neysla grænmetis og ávaxta hefur aukist á síðustu áratugum meðan dregið hefur úr neyslu fisks. Samt borða Íslendingar ennþá meiri fisk en aðrar vestrænar þjóðir.<ref>{{fréttaheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/721595/|titill=Mataræði Íslendinga hefur gjörbreyst|
Síðustu árin hefur enn meiri áhersla verið lögð á gæði og rekjanleika hráefnis. Nýíslensk matargerð sækir innblástur í [[Nýnorræn matargerð|nýnorrænni matargerð]], þar sem ferskleika og einfaldleika er gert hátt undir höfði. Helstu hráefnin eru [[sjávarfang]], [[Sundfugl|sundfuglar]] og egg þeirra, [[lax]] og [[urriði]], [[Krækilyng|krækiber]], [[bláber]], [[rabarbari]], [[Mosar|mosi]], [[Sveppir|villisveppir]], [[blóðberg]], [[skessujurt]], [[ætihvönn]] og [[þang]].
|