„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|Ýmiss konar Þorramatur. '''Íslensk matargerð''' hefur verið mótuð af legu landsins og veðurfari. Meðal lykilatriða íslenskrar matargerðar e...
Merki: 2017 source edit
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. janúar 2020 kl. 15:55

Íslensk matargerð hefur verið mótuð af legu landsins og veðurfari. Meðal lykilatriða íslenskrar matargerðar eru lambakjöt, mjólkurafurðir og fiskur. Vegna einangrunar og skorts á fersku hráefni á veturna hefur sögulega verið þörf á að geyma matvæli með því að leggja þau í mysu eða lögur, salta, þurrka eða reykja. Til vinsæls íslensks fæðis má telja skyr, hangikjöt, kleinur, laufabrauð og bollur. Þorramatur samstendur af hlaðborði með kjöti, fiski, rúgbrauði og brennivíni og er helst borðaður á Þorrablóti.

Ýmiss konar Þorramatur.

Við aukinn innflutning matvæla hefur íslensk matargerð færst nær evrópskum venjum. Neysla grænmetis og ávaxta hefur stóraukist á síðustu áratugum meðan dregið hefur úr neyslu fisks. Samt borða Íslendingar ennþá miklu meiri fisk en aðrar vestrænar þjóðir.

Síðustu árin hefur enn meiri áhersla verið lögð á gæði og rekjanleika hráefnis. Nýíslensk matargerð sækir innblástur í nýnorrænni matargerð, þar sem ferskleika og einfaldleika er gert hátt undir höfði. Helstu hráefnin eru sjávarfang, sundfuglar og egg þeirra, lax og urriði, krækiber, bláber, rabarbari, mosi, villisveppir, blóðberg, skessujurt, ætihvönn og þang.

  Þessi matar eða drykkjargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.