„Sýru-basa hvarf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sýru-basa efnahvörf
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. desember 2006 kl. 16:52

Vatn er hlutlaust efni, hefur PH-gildið (gildi sem segir til um sýru-basa stig efnis). Til eru efni sem hafa áhrif á sýrustig vatn og þau eru annað hvort súr (Ph-gildi lægra en 7) eða basísk (Ph-gildi hærra en 7). Ph-gildi ná frá 0-14, þar sem 0 er það súrasta og 14 það beiskasta.

Sýrur: Dæmi um hættulegar sýrusameindir eru td. brennisteinssýra (H2SO4) og saltsýra (HCI). Edik og sítrónusafi eru hins vegar dæmi um hættulausar efnablöndur. Þegar sýruefni leysast upp í vatni klofna þær í jónir. Í myndefninu myndast alltaf H+ jón og því meira sem er af H+ jóninni í efninu því súrara er það. Það kannast flestir við það að setja sítrónubita út í vatn. Ph- gildi vatnsins breytist við það því sítrónan gefur frá sér H+ jón. Ef fleiri sítrónubitar eru settir út í vatnið verður vatnið súrara vegna þess að fleiri H+ jónir blandast vatninu.

Basar: Dæmi um basa er ammóníak (NH3)og vítissódi (NaOH). Þegar basísk efni hvarfast við vatn myndast ávallt OH- jón sem gerir efnið basískt. Því meira af OH- jón í efni því súrara verður það.

Í sýru-basa efnahvörfum myndast alltaf vatn. Dæmi: HCI + NaOH → NaCl + H2O Í þessu dæmi verður til salt og vatn. Þegar x margar OH- jónir hvarfast við jafnmargar H+ jónir verður vatn eina myndefnið. Vatn myndast alltaf við sýru-basa efnahvörf. Dæmi: H+ + OH- → H2O.