„Kristján Eldjárn Þórarinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
:''Fyrir forsetann, sjá [[Kristján Eldjárn]].''
'''Kristján Eldjárn Þórarinsson''' (f. 31. maí 1843, d. 16. september 1917), sonur [[Þórarinn Kristjánsson í Vatnsfirði|sr. Þórarins Kristjánssonar]] prófasts í Vatnsfirði og konu hans [[Ingibjörg Helgadóttir|Ingibjargar Helgadóttur]] alþingismanns frá [[Vogur á Mýrum|Vogi á Mýrum]]. Kristján ólst að nokkru upp hjá afa sínum sr. [[Kristján Þorsteinsson|Kristjáni Þorsteinssyni]] sem prestur var bæði á [[Tjörn (Svarfaðardalur)|Tjörn]] og [[Vellir|Völlum]] í Svarfaðardal og raunar víðar. Hann varð stúdent frá [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] í [[Reykjavík]] 1869 og kandídat frá [[Prestaskólinn|Prestaskólanum]] 1871. Meðal bekkjarbræðra hans í Reykjavík voru [[Kristján Jónsson fjallaskáld]], [[Jón Ólafsson (ritstjóri)]] og sr. [[Valdimar Briem]]. Sér þess staði í kveðskap þeirra allra. Strax að námi loknu vígðist Kristján til [[Staður í Grindavík|Staðar í Grindavík]] og þjónaði þá einnig Selvogsþingum. Árið 1878 fékk hann Tjörn í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og var þá kominn á æskuslóðir sínar og sat þar til dauðadags. Sr. Kristján var vinsæll prestur í söfnuði sínum og hrókur alls fagnaðar á mannamótum, sögumaður góður og heppinn læknir. Hann var síðasti prestur á Tjörn en staðurinn var lagður af sem [[prestssetur]] að honum gengnum.
 
[[Mynd:Pertína Soffía.jpg|thumb|Petrína, kona Kristjáns|alt=|176x176dp]]