„Palaú“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bruno Rosta (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
skv Árnastofnun
Lína 32:
símakóði = 680 |
}}
'''Palá''' eða '''Palaú''' er [[eyríki]] í [[Kyrrahaf]]i, um 500 km austan við [[Filippseyjar]]. Palá er hluti af [[Míkrónesía (svæði)|Míkrónesíu]] og nær yfir um 250 eyjar sem mynda vesturhluta [[Karlseyjar|Karlseyja]]. Fjölmennasta eyjan er [[Koror]] en höfuðborgin, [[Ngerulmud]], er á eyjunni [[Babeldaob]]. [[Landhelgi]] eyjanna liggur að landhelgi [[Indónesía|Indónesíu]], Filippseyja og [[Míkrónesía (ríki)|Míkrónesíu]].
 
Fólk frá Filippseyjum tók að setjast að á eyjunum fyrir um 3000 árum. [[Evrópa|Evrópumenn]] komu þangað fyrst á [[18. öldin|18. öld]]. Eyjarnar voru hluti af [[Spænsku Austur-Indíur|Spænsku Austur-Indíum]] til [[1885]]. Eftir ósigur [[Spánn|Spánar]] í [[stríð Spánar og Bandaríkjanna|stríði Spánar og Bandaríkjanna]] [[1898]] seldu Spánverjar þær til [[Þýskaland]]s þar sem þær urðu hluti af [[Þýska Nýja-Gínea|Þýsku Nýju-Gíneu]]. [[Japan]]ir lögðu eyjarnar undir sig í [[Fyrri heimsstyrjöld]]. Í [[Síðari heimsstyrjöld]] lögðu Bandaríkjamenn þær undir sig. Eyjarnar voru síðan í umsjá [[BNA|Bandaríkjanna]] til ársins [[1994]] þegar þær fengu [[sjálfstæði]] í [[Compact of Free Association|frjálsu sambandi]] við Bandaríkin.