Munur á milli breytinga „Hljómskálagarðurinn“

(flokkun)
 
 
== Aðdragandi og fyrstu tillögur ==
[[Mynd:Geicht op Reykjavik vanuit het stadspark. In het midden een standbeeld voor de D, Bestanddeelnr 190-0393.jpg|thumb|Hljómskálagarður 1934.]]
 
Einar Helgason garðyrkjufræðingur hafði frumkvæði að því árið 1901 að boða til fundar í Hótel Íslandi um málefni Tjarnarsvæðisins. Þar var samþykkt að skora á bæjarstjórnina að tryggja að ekkert yrði gert til að spilla fyrir að gerður yrði skemmtistígur og lystigarður umhverfis Tjörnina. Slíkar hugmyndir höfðu þá verið settar fram í ræðu og riti næstu ár á undan. Viðbrögð bæjarstjórnar voru á þá leið að banna gerð mannvirkja meðfram þeim hlutum Tjarnarbakkans sem óbyggðir væru. Ekki treysti bærinn sér til að setja fjármagn í lystigarðsgerð að sinni, en að slíkt kæmi til greina síðar.