Munur á milli breytinga „Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980“

ekkert breytingarágrip
'''Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980''' eða '''EM 1980''', var sjötta [[Evrópukeppni karla í knattspyrnu]]. Lokakeppnin var haldin í [[Ítalía|Ítalíu]] á tímabilinu [[11. júní|11.]] og [[22. júní]] [[1980]]. Í keppninni voru í fyrsta skipti átta lið sem léku til úrslita í stað fjögurra áður. Í keppninni var í síðasta skiptið spilaður leikur um þriðja sætið. Keppnina sigraði [[Vestur-Þýskaland]] í leik gegn [[Belgía|belgíska]] landsliðinu með tvem mörkum gegn einu. Í leik um þriðja sætið sigraði landslið [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] Ítali í vítaspyrnukeppni sem fór níu mörk gegn átta.
 
== Val á gestgjöfum ==
Fyrri úrslitakeppnir Evrópumótsins höfðu talið fjögur lið, þar sem gestgjafar voru valdir úr hópi þeirra liða sem tryggt höfðu sér sæti í úrslitakeppninni. Með því að stækka úrslitakeppnina þurfti að ákveða mótstaðinn með lengri fyrirvara, auk þess sem gestgjöfunum var tryggt öruggt sæti án forkeppni.
 
Haustið 1977 tilkynnti stjórn [[UEFA]] að Englendingar, Grikkir, Ítalir, Hollendingar, Svisslendingar og Vestur-Þjóðverjar væru allir fúsir til að taka að sér verkefnið. Í fyrstu umferð var umsóknarlöndunum fækkað niður í tvö: England og Ítalíu. Tæpum mánuði síðar var tilkynnt að Ítalir hefðu hreppt hnossið.
 
== Undankeppni ==
Keppt var í sjö riðlum. Lið frá Austur-Evrópu, sem verið höfðu sigursæl í fyrri keppnum, áttu erfitt uppdráttar og komust fæst áfram. [[Júgóslavía|Júgóslavar]] féllu naumlega úr leik fyrir Spánverjum og Hollendingar skutu bæði [[Pólland|Pólverjum]] og [[Austur-Þýskaland|Austur-Þjóðverjum]] aftur fyrir sig. Þessar þrjár þjóðir voru í riðli með [[Ísland|Íslendingum]] sem töpuðu öllum átta leikjum sínum í keppninni og hlutu markatöluna 2:21.
 
[[Sovétríkin|Sovétmenn]] sem löngum voru taldir í hópi sterkustu Evrópuliðanna ollu vonbrigðum og enduðu í fjórða og neðsta sæti síns riðils, sem Grikkir unnu óvænt. [[Malta|Maltverjar]] náðu aðeins einu stigi í sínum riðli en fögnuðu því vel, enda frækilegt jafntefli gegn Vestur-Þjóðverjum.
 
== Úrslit ==
Óskráður notandi