„Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
== Á faraldsfæti, 1975-1983 ==
Efti átta ára hlé, það lengsta í sögu mótsins, var Suður-Ameríkukeppnin endurvakin árið 1975 undir nýju nafni: Copa América. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp, þar sem horfið var frá því að halda mótið í einu landi. Þess í stað var riðlakeppni þar sem liðin kepptu heima og heiman. Þá tóku við undanúrslit með tveimur viðureignum og það sama gilti í úrslitunum. Ef hvort liðið ynni sinn leikinn yrði oddaleikur á hlutlausum velli. Grípa þurfti til oddaleiks árin 1975 og 1979, þar sem Perú og Paragvæ hrepptu bæði sinn annan titil. Úrúgvæ varð loks meistari árið 1983 í tólfta sinn eftir tvo leiki gegn Brasilíu. Reynslan af þessum þremur keppnum þótti ekki góð og var því ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á ný frá og með árinu 1987, með einum gestgjafa og keppni á tveggja ára fresti.
 
== Fyrsta hringekjan, 1987- ==
[[Mynd:Brazil_vs._Uruguay_Semifinals_Copa_América_2007_-_2.jpg|thumb|right|Venesúela hélt Copa América í fyrsta sinn árið 2007. Landið hefur minnstu fótboltahefðina í álfunni og aldrei komist á verðlaunapall.]]Knattpspyrnusamband Suður-Ameríku tók þá ákvörðun árið 1984 að eftirleiðis skyldi Copa América fara fram í einu landi og færast á milli aðildarlandanna tíu í stafrófsröð. Það kom því í hlut nýkrýndra [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986|heimsmeistara Argentínumanna]] að halda keppnina árið 1987. Argentínumönnum mistókst að vinna á heimavelli og máttu sjá eftir sigrinum til granna sinna frá Úrúgvæ. Tveimur árum síðar urðu Brasilíumenn hins vegar ekki á nein mistök á heimavelli og unnu sinn fyrsta sigur í fjörutíu ár. Það ár var ekki um eiginlegan úrslitaleik að ræða heldur kepptu fjögur lið saman í úrslitariðli. Sama fyrirkomulag var viðhaft í Síle árið 1991, þar sem Argentína fór með sigur af hólmi eftir langa bið.
 
Aftur urðu Argentínumenn meistarar í Ekvador sumarið 1993. Þá var keppnisfyrirkomulaginu breytt enn á ný og liðum fjölgað. [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Mexíkó]] var boðin þátttaka sem gestaliðum og tóku fjórðungsúrslit við að riðlakeppni með þremur fjögurra liða riðlum. Úrúgvæjar urðu meistarar á heimavelli árið 1995 eftir sigur á Brasilíu í vítakeppni. Var það í fyrsta sinn sem grípa þurfti til þess ráðs í úrslitaleik í sögu keppninnar.
 
Brasilíumenn unnu sinn fimmta og sjötta titil árin 1997 og 1999. Í seinna skiptið var Japan á meðal þátttökulanda, fyrst liða utan Norður- og Suður-Ameríku. Yfirburðir Brasilíumanna voru miklir á þessum árum, en liðið vann aftur tvisvar í röð árin 2003 og 2007. Í millitíðinni fögnuðu [[Kólumbía|Kólumbíumenn]] sínum fyrsta og eina meistaratitli á heimavelli árið 2001. Brasilía vann því alls fimm sinnum í þessari fyrstu tíu landa hringekju Copa América.
 
 
 
== Heimildir ==