„Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
Næstu árin var mótið haldið óreglulega með eins, tveggja eða þriggja ára millibili. Sem fyrr reyndist heimavöllurinn drjúgur, en í fimm af níu keppnum á tímabilinu fóru heimamenn með sigur af hólmi. Engin þjóð vann oftar en Argentína á þessu tímabili, fimm sinnum, þar af þrjú ár í röð 1945-1947. Brasilíumenn unnu sinn fyrsta sigur í aldarfjórðung í keppninni 1949 á heimavelli og unnu þar Paragvæ 7:0 í úrslitaleiknum, sem enn í dag er stærsti sigur í úrslitaleik í sögu keppninnar. Það auðveldaði Brasilíumönnum leikinn að Argentína, sigursælasta lið þessara ára, tók ekki þátt. Opinbera skýringin var ágreiningur milli knattspyrnusambanda Argentínu og Brasilíu en ýmsir telja að ótti [[Juan Perón|Perón-stjórnarinnar]] í Argentínu við að bíða ósigur í milliríkjakeppnum hafi ráðið för. Argentínska landsliðið tók til að mynda ekki þátt í [[HM í knattspyrnu]] frá 1934-1958.
 
== Ringulreið, 1953-1967 ==
 
[[Mynd:Argentina_Copa_América_1957.jpg|thumb|left|„Carasucias“ eða „óhreinu andlitin“ var viðurnefni argentínska meistaraliðsins í keppninni 1957.]]Fjögur ár liðu frá keppninni í Brasilíu árið 1949 þar til þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 1953. Þá var keppt í Perú og tókst nýrri þjóð, Paragvæ, að fá nafn sitt á verðlaunagripinn. Paragvæ náði að bæta fyrir hrakfarirnar fjórum árum fyrr með því að sigra Brasilíu í úrslitaleiknum. Á þessum árum var að jafnaði keppt í einum riðli með einfaldri umferð, en gripið var til úrslitaleiks þegar tvö lið urðu jöfn efst að stigum. Raunar hafði Paragvæ endað eitt á toppnum en jafnteflisleikur liðsins gegn Perú var dæmdur þeim tapaður eftir að í ljós kom að Paragvæ hafði gert einni skiptingu of mikið.
 
Bólivía varð sjötta sigurlandið á heimavelli árið 1963. Ákvörðunin um að halda keppnina í þunna loftinu í [[La Paz]] olli því að Úrúgvæ kaus að sniðganga keppnina. Slíkar sniðgöngur voru sem fyrr daglegt brauð og mjög misjafnt var hversu alvarlega einstök lönd tóku mótið. Dæmi um það var árið 1959 þegar ákveðið var að halda tvær keppnir, aðra í Argentínu í mars en hina í [[Ekvador]] í desember. Sumar þjóðir ákváðu að taka bara þátt í annarri keppninni og Brasilía sendi héraðslið til keppni í Ekvador. Auk Paragvæ og Bólivíu skiptu Argentína og Úrúgvæ með sér öllum meistaratitlum tímabilsins, þremur á hvora þjóð.
 
== Heimildir ==