„Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
[[Mynd:Uruguay_1916.jpg|thumb|right|Sigurlið Úrúgvæ í fyrstu keppninni.]]Saga Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu er flókin og er um margt túlkunum háð. Sumar keppnirnar voru ekki taldar opinberar Suður-Ameríkukeppnir á sínum tíma en voru síðar skilgreindar sem fullgild mót. [[Argentína|Argentínumenn]] efndu til knattspyrnumóts árið 1910 til að fagna afmæli stórviðburða í sjálfstæðissögu sinni. Úrúgvæ og [[Síle]] mættu til leiks. Ekki er hefð fyrir að telja þetta mót til sögu Suður-Ameríkukeppninnar, en með því var fræjum hugmyndarinnar sáð.
 
[[Mynd:Brazil-CopaAmerica-1919.jpg|thumb|left|Fyrsti meistaratitill Brasilíu, á heimavelli 1919.]]Aftur voru það Argentínumenn sem buðu til knattspyrnukeppni árið 1916, að þessu sinni til að fagna hundrað ára sjálfstæðisafmæli sínu. Utanríkisráðuneyti Argentínu gaf verðlaunagrip til keppninnar, ''Ameríkubikarinn'' eða ''Copa América''. Hefur verið keppt um þann grip til þessa dags og árið 1975 var nafni keppninnar breytt úr ''Campeonato Sudamericano de Fútbol'' í ''Copa América''. Fjögur lið mættu til leiks í [[Buenos Aires]]. Sömu þrjú og keppt höfðu sex árum fyrr og [[Brasilía]] að auki. Úrúgvæ tryggði sér sigurinn með markalausu jafntefli gegn heimamönnum í lokaleik.
 
[[Mynd:Brazil-CopaAmerica-1919.jpg|thumb|left|Fyrsti meistaratitill Brasilíu, á heimavelli 1919.]]Sömu fjögur liðin mættu til leiks næstu þrjú skiptin sem keppnin var haldin. [[Perú]], [[Bólivía]] og [[Paragvæ]] bættust öll í hóp þátttökulanda fram til ársins 1929, en þar sem alltaf drógu einhver lið sig úr keppni voru þátttökulöndin á þessu tímabili alltaf á bilinu þrjú til fimm. Úrúgvæ var langsigursælast á þessum árum og hampaði bikarnum í sex skipti af ellefutólf. Argentína vann fjórum sinnum og Brasilía tvisvar. Heimavöllurinn var afar drjúgur á þessu upphafsskeiði, en átta sinnum urðu gestgjafarnir meistarar.
 
== Argentínska tímabilið, 1935-1949 ==
[[Mynd:Argentina_martino_andas.jpg|thumb|right|Argentínumaðurinn Rinaldo Martino borinn á gullstól eftir að hafa skorað sigurmarkið 1945.]][[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930|Fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu]] var haldin í Úrúgvæ árið 1930 og skapaði úlfúð milli knattspyrnusambanda Argentínu og Úrúgvæ. Afleiðingin varð sú að ekki varð sátt um að halda Suður-Ameríkukeppnina næstu árin. Árið 1935 var þó efnt til keppni í Perú sem þjóna skyldi sem forkeppni fyrir [[Sumarólymp%C3%ADuleikarnir_1936|Ólympíuleikana í Berlín]] árið eftir. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi. Ekki var keppt um Copa América-verðlaunagripinn, en mótið varð síðar skilgreint sem fullgild Suður-Ameríkukeppni.
 
Næstu árin var mótið haldið óreglulega með eins, tveggja eða þriggja ára millibili. Sem fyrr reyndist heimavöllurinn drjúgur, en í fimm af níu keppnum á tímabilinu fóru heimamenn með sigur af hólmi. Engin þjóð vann oftar en Argentína á þessu tímabili, fimm sinnum, þar af þrjú ár í röð 1945-1947. Brasilíumenn unnu sinn fyrsta sigur í aldarfjórðung í keppninni 1949 á heimavelli og unnu þar Paragvæ 7:0 í úrslitaleiknum, sem enn í dag er stærsti sigur í úrslitaleik í sögu keppninnar. Það auðveldaði Brasilíumönnum leikinn að Argentína, sigursælasta lið þessara ára, tók ekki þátt. Opinbera skýringin var ágreiningur milli knattspyrnusambanda Argentínu og Brasilíu en ýmsir telja að ótti [[Juan Perón|Perón-stjórnarinnar]] í Argentínu við að bíða ósigur í milliríkjakeppnum hafi ráðið för. Argentínska landsliðið tók til að mynda ekki þátt í [[HM í knattspyrnu]] frá 1934-1958.
 
== Heimildir ==