„Eva Perón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
Með eignarhaldi sínu í ýmsum dagblöðum og útvarpsstöðvum hvatti Eva til yfirgengilegrar foringjadýrkunar á Perón og á sjálfri sér. Hún skapaði sjálfri sér ímynd nokkurs konar þjóðardýrlings eða guðsmóður hinna fátæku og var vön að útbýtta gjöfum úr góðgerðarsjóði sínum klædd dýrustu spariklæðum sem fáanleg voru. Eva réttlætti þessi fínlegheit með því móti að hún hefði tekið skartgripi sína og fínu fötin frá hinum ríku og að með áframhaldandi starfi sínu ásamt forsetanum myndu fátæklingar landsins brátt eiga kost á sams konar lystisemdum. Fjölmiðlar sem gagnrýndu forsetahjónin voru gjarnan bannaðir eða þeim neitað um pappír.<ref name=allirelska/>
 
Þegar Juan Perón fór að undirbúa endurkjör sitt árið 1951 stóð í fyrstu til að Eva myndi formlega bjóða sig fram við hlið hans í embætti varaforseta. Hershöfðingjar Argentínu voru mjög mótfallnir þessum fyrirætlunum og gerðu Perón ljóst að ef Eva yrði kjörin varaforseti myndi herinn steypa hjónunum af stóli.<ref name=samvinnan>{{Vefheimild|titill=Herforinginn og leikkonan, sem stjórna Argentínu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4285847|útgefandi=''[[Samvinnan]]''|ár=1951|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. desember}}</ref> Á þessum tíma var Eva þungt haldin af [[legkrabbamein]]i og þróttur hennar farinn að hverfa þrátt fyrir ungan aldur hennar. Þann 626. júlí árið 1952 lést Eva úr krabbameininu, aðeins 33 ára gömul.
 
==Greftrun Evu Perón==