„19. júní (tímarit)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Tveimur árum eftir að íslenskar konur hlutu [[Kosningaréttur|kosningarétt]] eða þann 19. júní árið 1917 kom tímaritið 19. júní út í fyrsta sinn. Það var Inga Lára Lárusdóttir kennari og þekkt kvenréttindakona í [[Reykjavík]] sem hóf útgáfu blaðsins og rann ágóði af tölublaðinu í [[Landspítalasjóður Íslands|Landspítalasjóð Íslands]] sem safnaði fé til byggingar nýs [[Landspítali|Landspítala]]. Viðtökur voru góðar og var Inga Lára hvött til frekari útgáfustarfsemi og úr varð að blaðið skyldi koma út mánaðarlega. Blaðinu var ætlað að fjalla um öll þau mál sem konur höfðu áhuga á, „heimilis- og uppeldismálin eigi síður en opinber þjóðfélagsmál“ en einnig að flytja fregnir af málefnum kvenna í öðrum löndum.<ref>Inga Lára Lárusdóttir, [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=199 „Boðsbréf“], 1. júlí 1917 (skoðað 18. júní 2019)</ref> Í blaðinu birtust m.a. greinar eftir [[Björg Caritas Þorláksson|Björgu C. Þorláksson]], [[Laufey Vilhjálmsdóttir|Laufeyju Vilhjálmsdóttur]], [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríeti Bjarnhéðinsdóttur]] og [[Ingibjörg H. Bjarnason|Ingibjörgu H. Bjarnason]].<ref>Kvennasögusafn.is, [https://kvennasogusafn.is/index.php?page=inga-lara-larusdottir „Inga Lára Lárusdóttir“] (skoðað 18. júní 2019)</ref> Margar konur sem skrifuðu í blaðið settu þó ekki nöfn sín undir greinar sínar og gjarnan mátti sjá undirskriftir eins og „nágrannakona“, „vinkona“ eða „ein af norðan“ undir greinum blaðsins enda ekki rík hefð fyrir því á þessum tíma að konur rituðu blaðagreinar.<ref name=":0">Hrafnhildur Ragnarsdóttir, [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000872018 „Hver var hún?“], ''Sagnir'' 1. tbl. 24. árg. 2004. </ref>
 
Blaðið var pólitískt og fjallaði gjarnan um ýmis pólitísk málefni sem snertu konur og á síðum blaðsins kom einnig fram ítrekaður stuðningur við kvennaframboðin.<ref name=":0" /> Rekstur blaðsins var erfiður og í leiðara síðasta tölublaðsins sem út kom í desember 1929 hvatti Inga Lára lesendur blaðsins til að standa skil á greiðslum því annars yrði útgáfu blaðsins hætt. Það virðist hafa gengið eftir því tölublöðin urðu ekki fleiri.<ref>Inga Lára Lárusdóttir, [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=199 „Kveðja“], ''19. júní'', 12. árg. 10 tbl. 1929 (skoðað 18. júní 2019)</ref> Eflaust hefur það ekki auðveldað útgáfunni lífið að árið 1928 hóf annað kvennablað, [[Brautin (vikublað)|Brautin]], göngu sína og sótti í svipaðan kaupendahóp.
<br />