„Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
 
== Verkfræðingurinn ==
Jón Þorláksson fæddist á [[Vesturhópshólar|Vesturhópshólum]] í [[Vestur-Húnavatnssýsla|Vestur-Húnavatnssýslu]], sonur [[Þorlákur Þorláksson|Þorláks Þorlákssonar]] bónda þar og konu hans, [[Margrét Jónsdóttir|Margrétar Jónsdóttur]]. Hann var í móðurætt skyldur [[Einar Benediktsson|Einari Benediktssyni]] og [[Sigurður Nordal|Sigurði Nordal]], en systir Jóns var kvenréttindakonan [[Sigurbjörg Þorláksdóttir]]. Jón tók stúdentspróf frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] 1897 með hæstu einkunn, sem þá hafði verið gefin, og verkfræðipróf frá Verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn (Polytekniskt Læreanstalt, síðar Danmarks Tekniske Højskole) 1903. Jón gerðist landsverkfræðingur 1905 og mikill áhugamaður um verklegar framfarir. Setti hann ýmist sjálfur fram eða studdi af alefli hugmyndir um vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu í Reykjavík og sá um vegarlagningu og brúarsmíði um land allt. Einnig beitti hann sér fyrir því, að steinsteypa væri notuð til húsagerðar. Jón var lengst af [[bæjarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] á tímabilinu 1906-1922, skólastjóri Iðnskólans 1904-1911 og kaupmaður í [[Reykjavík]] frá 1917, er hann sagði embætti landsverkfræðings lausu.
 
== Stjórnmálamaðurinn ==