„Eva Perón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
Eva Perón fæddist undir nafninu Eva Duarte árið 1919 í smábæ í [[Argentína|Argentínu]]. Hún var yngst fimm systkina sem öll voru fædd utan hjónabands og ólust upp í fátækt. Þegar hún var fjórtán ára flutti Eva til höfuðborgarinnar [[Búenos Aíres]], þar sem hún vonaðist eftir frama sem leikkona í kvikmyndum. Eva þótti ekki hæfileikarík leikkona en henni tókst þó að komast til nokkurra metorða í geiranum með því að stofna til persónusambanda við áhrifamenn í kvikmyndaiðnaðinum.<ref name=þjóðardýrlingur>{{Vefheimild|titill=Leikkonan sem varð þjóðardýrlingur|url=https://timarit.is/page/3347048|útgefandi=''[[Alþýðublaðið]]''|höfundur=Kolbrún Bergþórsdóttir|ár=1996|mánuður=1. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=16. desember}}</ref>
 
Árið 1944 kynntist Eva ofurstanum [[Juan Perón]] á góðgerðarsamkomu sem ætlað var að safna fé til endurbyggingar eftir mannskæðan jarðskjálfta sem hafði riðið yfir þorpið San Juan viku áður.<ref name=karlmenn>{{Vefheimild|titill=Karlmennirnir hjálpuðu henni til valda|url=https://timarit.is/page/2469324|útgefandi=''[[Dagblaðið Vísir]]''|ár=1982|mánuður=20. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=16. desember}}</ref> Perón var á þessum tíma vinnumálaráðherra Argentínu og einn helsti áhrifamaðurinn innan herforingjastjórnar sem hafði tekið völd í landinu árið 1943. Eva gerðist ástkona Peróns og tók sér fljótt lykilhlutverk í að greiða pólitíska framabraut hans. Útvarpsstjóri úthlutaði henni sínum eigin útvarpsþáttum þar sem Eva talaði um störf Peróns og lagði áherslu á ímynd hans sem vinar verkalýðsins, alþýðunnar og hinnarhinna fátæku. Þannig átti Eva talsverðan þátt í því að auka vinsældir Perón og styrkja stöðu hans innan ríkisstjórnarinnar.<ref name=allirelska>{{Vefheimild|titill=Evita Peron: Allir elskuðu hana, annars voru þeir settir í fangelsi|url=https://timarit.is/page/3383565|útgefandi=''[[Vísir (dagblað)|Vísir]]''|ár=1979|mánuður=8. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=16. desember}}</ref>
 
Í október árið 1945 reyndi Perón að fremja valdarán gegn herforingjaklíkunni en mistókst og var settur í fangelsi á eyjunni [[Martin García]]. Eva safnaði hins vegar saman bandamönnum Peróns úr verkalýðshreyfingunni og leiddi fjöldamótmæli sem urðu til þess að Perón var látinn laus.<ref name=tómas>{{Vefheimild|titill=Perón - maðurinn hennar Evitu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3348940|útgefandi=''[[Alþýðublaðið]]''|höfundur=[[Tómas R. Einarsson]]|ár=1997|mánuður=19. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. desember}}</ref> Með útvarpsákalli sínu fékk Eva milljónir manns út á götu til að heimta lausn Peróns úr fangelsi. Dagur mótmælanna, 17. nóvember, varð síðar að þjóðhátíðardegi [[Perónismi|perónista]].<ref name=tómas/>