„Eva Perón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
Sem forsetafrú Argentínu var Eva, eða Evíta eins og hún varð kölluð, áberandi áhrifavaldur innan ríkisstjórnarinnar. Hún stofnaði sérstakan góðgerðasjóð sem allir Argentínumenn urðu að greiða í eða hætta annars á að verða fyrir hótunum eða skemmdarverkum. Hún ferðaðist síðan reglulega um fátækrahverfi og gaf íbúum þeirra gjafir úr sjóðnum. Lítið sem ekkert bókhaldseftirlit var haft með þessum sjóði og talið er að forsetahjónin hafi dregið sér umtalsverðar fjárhæðir úr honum.<ref name=allirelska/> Þrátt fyrir að gegna formlega engu ráðherraembætti hafði Eva í reynd umsjón yfir verkalýðsmálum á forsetatíð eiginmanns síns og lét reka marga embættismenn sem voru henni ekki þóknanlegir, jafnvel gamla bandamenn Peróns.<ref name=herling2>{{Vefheimild|titill=Evita, kona Peróns forseta|url=https://timarit.is/page/1265355|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|höfundur=John Herling – Síðari grein|ár=1947|mánuður=30. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. desember}}</ref> Hún stóð fyrir byggingu heimila fyrir einstæðar mæður, elliheimila og munaðarleysingjahæla<ref name=þjóðardýrlingur/> og hafði auk þess mikil afskipti af [[Kvenréttindi|kvenréttindum]] og beitti áhrifum sínum til þess að [[kosningaréttur kvenna]] var viðurkenndur í Argentínu.<ref name=allirelska/>
 
[[Mynd:Museo del Bicentenario - "Retrato de Juan Domingo Perón y Eva Duarte", Numa Ayrinhac.jpg|thumb|right|Opinber mynd af forsetahjónunum Juan og Evu Perón (1946).]]
Með eignarhaldi sínu í ýmsum dagblöðum og útvarpsstöðvum hvatti Eva til yfirgengilegrar foringjadýrkunar á Perón og á sjálfri sér. Hún skapaði sjálfri sér ímynd nokkurs konar þjóðardýrlings eða guðsmóður hinna fátæku og var vön að útbýtta gjöfum úr góðgerðarsjóði sínum klædd dýrustu spariklæðum sem fáanleg voru. Eva réttlætti þessi fínlegheit með því móti að hún hefði tekið skartgripi sína og fínu fötin frá hinum ríku og að með áframhaldandi starfi sínu ásamt forsetanum myndu fátæklingar landsins brátt eiga kost á sams konar lystisemdum. Fjölmiðlar sem gagnrýndu forsetahjónin voru gjarnan bannaðir eða þeim neitað um pappír.<ref name=allirelska/>