„Viðarlundin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holtseti (spjall | framlög)
m Aðlaga fallbeyginu að íslensku
Holtseti (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
Viðarlundin þekur um 7,7 [[hektari|ha]] í grunnum dal á milli [[Varðagøta|Varðagøtu]], [[Gundadalsvegur|Gundadalsvegs]] og [[Hoydalsvegur|Hoydalsvegs]], rétt fyrir ofan miðbæ Þórshafnar. [[Listasafn Færeyja]] er staðsett í norðurhluta garðsins, og má finna fjölda listaverka um garðinn. Bæjarlækurinn [[Havnará]] rennur um smástíflur og tjarnir niður dalinn. Í henni er [[urriði]].<ref name="Dendrologi" />
 
Viðarlundin er mesta trjásafn Færeyja. [[Sitkagreni]] og [[stafafura]] eru þar ríkjandi, en einnig vaxa þar [[alaskaösp]], [[apahrellir]], [[beyki]], [[fagursýprus]], [[japanslerki]], ásamt ýmsum tegundum af [[elri]], [[reynir|reyni]], [[víðir|víði]] og [[þinur|þin]]. Þetta eru helst trjátegundir frá vesturströnd [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] og norðurhluta [[Evrópa|Evrópu]] sem einnig þekkjast í skógrækt á Íslandi. Athyglisverður er þó fjöldinn af trjátegundum frá suðurodda [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], en í Viðarlundinum má finna nokkra [[apahrellir|apahrelli]] og fjöldan allan af [[nothofagus|lenjum]], — þar á meðal [[reynirfjallalenja|reynifjallalenju]], [[víðirgrænlenja|víðigrænlenju]] og [[þinurhvítlenja|þinhvítlenju]].<ref name="Dendrologi" />
 
Í Viðarlundinum er fjölbreytt fuglalíf. Til algengra tegunda teljast [[glókollur]], [[músarrindill]], [[glóbrystingur]], [[gráspör]], [[stari (fugl)|stari]], [[svartþröstur]], [[bjargdúfa]], [[tyrkjadúfa]], [[svartkráka]], [[stokkönd]], [[sílamáfur]] og [[silfurmáfur]].