„Hansasambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not good
Dagvidur (spjall | framlög)
m Tenglar lagaðir
Lína 1:
[[Mynd:Kogge.JPG|thumb|right|Koparstunga frá 15. öld sem sýnir Hansakugg. ]]
'''Hansasambandið''' var [[bandalag]] [[verslun]]arborga, aðallega í Norður-[[Þýskaland]]i, sem tókst að koma á [[einokun]] á verslun á [[Eystrasalt]]i og um alla [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]]. Það hlaut nafn sitt af [[þýska]] orðinu ''Hanse'' sem merkir hópur eða félag. Hansasambandið varð til á [[13. öldin|13. öld]] í kringum hina öflugu verslunarborg [[Lýbika|Lýbiku]] ([[Lübeck]]) sem hagnaðist á verslun með [[salt]] og [[silfur]]. [[Lýbika]] var auk þess útskipunarhöfn fyrir [[Hamborg]]. Milli borganna var árið [[1398]] grafinn elsti [[skipaskurður]] í [[Evrópa|Evrópu]]; [[Stecknitzskurðurinn]] milli ánna [[Trave]] og [[Saxelfur|Saxelfar]].
 
Hansasambandið var bandalag kaupmanna í verslunargildum borganna og þeir héldu árlega fundi, [[Hansadagar|Hansadaga]], oftast í Lýbiku, en sambandið rak líka stóra vörulagera og skrifstofur í [[London]], [[Brugge|Brügge]], [[Björgvin (Noregi)|Björgvin]] og [[Hólmgarður|Hólmgarði]]. Á fundum voru teknar ákvarðanir út frá sameiginlegum hagsmunum félagsmanna. Með því að beita borgir [[viðskiptaþvinganir|viðskiptaþvingunum]] tókst sambandinu að ná fram vilja sínum gagnvart yfirvöldum á hverjum stað, en flota sambandsins var líka hægt að breyta í öflugan herflota ef á þurfti að halda. Hansakaupmenn versluðu einnig við Íslendinga á [[tímabil]]i, sem kallað hefur verið ''[[Þýska öldin]]''.
 
Skipin sem Hansakaupmenn notuðu til vöruflutningar á Eystrasalti og í [[Norðursjór|Norðursjó]] voru svokallaðir [[hansakuggur|Hansakuggar]], sem voru afkomendur [[knörr|knarrarins]] sem [[Norðurlönd|norrænir]] menn notuðu við [[landkönnun]] og [[verslun]]. Hansakuggurinn hafði mikið [[lest]]arrými og var vel búinn til að verjast [[sjóræningi|sjóræningjum]].
Lína 9:
Hansakaupmenn náðu undir sig allri verslun með vörur frá Eystrasalti, þar með töldu verðmætu [[raf]]i og [[skinn]]um. Það varð því forgangsmál fyrir ung konungsríki [[Norðurlönd|Norðurlanda]] að ganga milli bols og höfuðs á sambandinu. Sérstaklega reyndu [[Danakonungar]] að berjast gegn sambandinu, en höfðu lítinn árangur sem erfiði fyrr en leið á [[16. öldin|16. öld]].
 
Um [[1400]] hófu [[Holland|hollenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn að sigla norður fyrir [[Jótland]] um [[Eyrarsund]] inn á Eystrasalt. Við þetta missti Hansasambandið einokunarstöðu sína. Með aðgerðum eins og [[Eyrarsundstollurinn|Eyrarsundstollinum]] [[1429]] og [[verslunareinokun]] [[1602]], tókst Danakonungum smám saman að veikja stöðu sambandsins. Síðasti Hansadagurinn var haldinn [[1669]] af þeim borgum sem eftir voru í sambandinu; [[Lýbika|Lýbiku]], [[Hamborg]], [[BrimarBremen|Brimum]], [[Danzig]] ([[Gdansk]]), [[Rostock]], [[Brúnsvík]], [[Hildesheim]], [[Osnabrück]] og [[Köln]]. Eftir það var sambandið ekki til í reynd.
 
== Hansestadt ==