„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: 2017 source edit
Holtseti (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
| símakóði = 44
}}
'''Skotland''' ([[enska]] og [[skoska]]: ''Scotland'', [[gelíska]]: ''Alba'') er land í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] og næststærsti hluti [[Bretland]]s (hinir hlutarnir eru [[England]], [[Wales]] og [[Norður-Írland]]). Það hefur eigið [[þing]] og [[heimastjórn]] frá árinu [[1999]]. Skotland á landamæri að Englandi í suðri og strönd að [[North Channel|Úlfreksfirði]] og [[Írlandshaf]]i í vestri og [[Norðursjór|Norðursjó]] í austri. Skotlandi tilheyra meira en 790 eyjar, þar á meðal [[Norðureyjar]] og [[Suðureyjar]]. Í hafinu undan Skotlandi eru auðugar [[olíulind]]ir. Höfuðborg landsins og næststærsta borg þess er [[Edinborg]] en stærsta borgin er [[Glasgow]]. Þriðja stærsta borgin er [[Aberdeen]].
 
Skotland var sjálfstætt [[Konungsríkið Skotland|konungsríki]] á [[miðaldir|miðöldum]] en gekk í [[konungssamband]] við [[England]] og [[Írland]] þegar [[Jakob 6. Skotakonungur]] tók við af [[Elísabet 1.|Elísabetu 1.]] árið [[1603]]. Skoska þingið var lagt niður [[26. mars]] [[1707]] og Skotland var formlega sameinað Bretlandi með [[Sambandslögin 1707|bresku sambandslögunum]] [[1. maí]] sama ár þegar [[Breska konungdæmið]] var stofnað með eitt þing í [[Westminster]] í [[London]]. Þann [[1. janúar]] [[1801]] varð [[Írland]] svo hluti af þessu sameinaða konungdæmi. Skoska þingið var endurreist í kjölfar [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] árið [[1999]]. Það hefur þó ekki völd í [[utanríkismál]]um. [[Þjóðaratkvæðagreiðslan í Skotlandi 2014|Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit]] var haldin árið [[2014]] þar sem tillagan var felld.