„Hjaltlandseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: 2017 source edit
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 26:
Sögu manna í Hjaltlandseyjum má rekja til [[miðsteinöld|miðsteinaldar]]. Snemma á [[miðaldir|miðöldum]] var mikilla norrænna áhrifa að gæta í eyjunum, einkum frá Norðmönnum. Eyjarnar komu undir stjórn Skota á 15. öld. Þegar Skotland gekk í [[Konungsríkið Stóra-Bretland|samband við England]] árið 1707 hnignuðu viðskiptin við Norður-Evrópu. Fiskveiðar eru mikilvæg atvinnugrein ennþá í dag. Á áttunda áratug 20. aldar fannst [[olía]] í Norðursjó en fundurinn hefur eflt efnahag eyjanna mikið.
 
Norrænn og skoskur menningararfur Hjaltlandseyja endurspeglast í lífinu þar. Hátíðin [[Up Helly Aa]] er haldin árlega. Þar er einnig mikil tónlistarhefð en [[fiðla]]n er einkennandi fyrir eyjarnar. Margir höfundar og skáld eru frá Hjaltlandseyjum og þónokkrir skrifa á hjaltlenskri mállýsku [[skoska|skosku tungunnar]]. Mikið er um verndarsvæði í eyjunum til að varðveita einstaka plöntu- og dýralífið. [[Hjaltlenski smáhesturinn]] og [[hjaltenskihjaltlenski fjárhundurinn]] eru frægar dýrategundir frá eyjunum.
 
Kjörorð eyjanna er „Með lögum skal land byggja“ en það má rekja til [[Frostaþingslög|Frostaþingslaganna]].