„Neytendalán“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bofs (spjall | framlög)
m →‎Tenglar: Uppfærsla.
Bofs (spjall | framlög)
m Skýrara orðalag varðandi gildissvið laga.
Lína 3:
Á Íslandi gilda sérstök lög um neytendalán en með þeim hafa sameiginlegar reglur [[evrópska efnahagssvæðið|evrópska efnahagssvæðisins]] um neytendalán verið innleiddar í íslenskan rétt. Slík lög voru fyrst sett árið 1993 í tengslum við gerð EES-samningsins til þess að samræma íslenskan rétt við þann samevrópska, en meginefni þeirra lýtur að skýrleika samninga og upplýsingagjöf til neytenda. Lögin um neytendalán hafa síðan þá tekið ýmsum breytingum, til að mynda árið 2000 þegar Alþingi samþykkti að nýta það svigrúm sem evrópsku reglurnar veita til aukinnar neytendaverndar, með því að útvíkka skilgreiningu neytendalána þannig að hún næði eftirleiðis meðal annars til yfirdráttarlána sem og fasteignaveðlána líkt og á hinum Norðurlöndunum.<ref>[http://www.althingi.is/altext/126/s/0490.html Nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp til laga nr. 179/2000 um breytingu á lögum nr. 121/1994, um neytendalán.]</ref> Eftirlit með neytendalánum var upphaflega á höndum þáverandi Samkeppnisstofnunar, eða þar til í júlí 2005 þegar sérstakri stofnun, Neytendastofu, var komið á fót og falið að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði neytendaverndar, og hefur hún allar götur síðan haft eftirlit með neytendalánum hér á landi.
 
Við heildarendurskoðun laganna árið 2013 með hliðsjón af nýrri tilskipun um neytendalán var kveðið á um það nýmæli að skilgreina [[okur]] þannig að kostnaður við neytendalán mætti ekki verða hærri en sem svarar til 50% ársávöxtunar að viðbættum [[stýrivextir|stýrivöxtum]] [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]], en þar áður hafði um þriggja áratuga skeið ríkt algjört vaxtafrelsi á íslenskum lánamarkaði.<ref>[http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/rit-og-skyrslur/peningamal/2002/februar-2002/ Seðlabanki Íslands. Peningamál 2002/1. Halldór Sveinn Kristinsson. ''Skuldabréfamarkaður á Íslandi''.]</ref> Jafnframt var kveðið á um skyldu lánveitenda til að leggja mat á [[lánshæfismat|lánshæfi]] og [[greiðslumat|greiðslugetu]] neytenda, og bann við lánveitingu til neytanda sem ekki stenst slíkt mat nema að framlögðu fullnægjandi veði eða öðrum tryggingum fyrir endurgreiðslu lánsins. Einnig var þá tekið af skarið um að svokallaðir eignaleigusamningar teldust til neytendalána, en aftur á móti voru undanskilin lögunum yfirdráttarlán til skemri tíma en eins mánaðar, lán sem bera engan eða lægri kostnað en almennt gengur og gerist á lánamarkaði, lán sem veitt eru í þeim tilgangi að neytandi geti átt viðskipti með fjármálagerninga, og veðlán gegn handveði í lausafé þar sem ábyrgð neytanda takmarkast við veðið.<ref>[https://www.scribd Frá og með 1.com/doc/196634429/ Hugveitaapríl um2017 úrbæturfærðust áfasteignalán fjármálakerfinu,til nóvemberneytenda 2012.undir ''Gildissviðgilddissvið frumvarpsnýrra tilsérlaga lagaum slík lán sem eru nokkuð svipuð lögum um neytendalán'' en innihalda að auki ýmis ákvæði vegna sérstöðu fasteignaveðlána og áhrifa þeirra á fjármálastöðugleika.]</ref>
 
Evrópsku reglurnar um neytendalán eru að miklu leyti byggðar á fyrirmyndum úr norrænni og germanskri löggjöf um neytendalán. Þeim er ekki ætlað að skerða samningsfrelsi þannig að almennt leggja þær ekki sérstakar skorður á efni samninga um neytendalán og skilmála þeirra, heldur er þess í stað lögð megináhersla á að upplýsa skuli neytendur vel um þá skilmála og áhrif þeirra á hagsmuni neytenda. Kjarninn í þeirri upplýsingagjöf lýtur að kostnaði sem fylgir lántöku, en lykilatriði í því sambandi er svokölluð [[árleg hlutfallstala kostnaðar]] sem gefur til kynna vaxtaígildi lánsins og gerir neytendum kleift að bera saman ólíka valkosti óháð því hvernig lánaskilmálar eru útfærðir í mismunandi lánum eða hjá mismunandi lánveitendum. Þannig þjónar upplýsingagjöfin ekki einungis þeim tilgangi að stuðla að gegnsæi og upplýstri neytendahegðun, heldur einnig virkri samkeppni lánveitenda sem er fyrir vikið til þess fallin að stuðla almennt að lægri lántökukostnaði fyrir neytendur.