„Agrippina yngri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Yonghwoarang (spjall | framlög)
lagaði stafsetningarvillu
Kvonfang er rétt stafsetning.
Merki: Afturkalla
 
Lína 4:
Agrippina yngri var dóttir Agrippinu eldri, dóttur [[Marcus Antonius|Marcusar Antoniusar]] og Octaviu, og Germanicusar, sem lést þegar Agrippina var ung. Árið 28 giftist Agrippina Gnaeusi Domitiusi Ahenobarbusi og árið 37 átti hún með honum soninn Lucius Domitius Ahenobarbus sem varð síðar þekktur sem keisarinn [[Neró]]. Gnaeus Domitius Ahenobarbus lést fáum árum síðar. Árið 37 varð bróðir Agrippinu, Gaius, keisari Rómaveldis. Gaius, sem er betur þekktur undir viðurnefninu [[Calígúla]], var í fyrstu í góðu sambandi við Agrippinu en snerist fljótlega gegn henni og sendi hana í útlegð til Pontísku eyjanna út af strönd [[Ítalía|Ítalíu]].
 
Eftir að Calígúla hafði verið tekinn af lífi, árið 41, fékk Agrippina að snúa aftur til [[Róm]]ar. Föðurbróðir hennar, [[Claudíus]], var þá orðinn keisari. Claudíus var giftur Valeriu Messalinu þegar hann varð keisari, en hún skildi við hann og giftist öðrum manni. Claudíus lét þetta ekki viðgangast og lét taka Messalinu af lífi. Claudíus fór þá að leita sér að annarri konu og þrátt fyrir skyldleika þeirra Agrippinu tókst henni að koma sér á framfæri sem vænlegt kvennfangkvonfang fyrir Claudíus. Þau giftu sig árið 49, fljótlega eftir að Claudíus hafði látið breyta lögum um sifjaspell, sem höfðu gert slík hjónabönd ólögleg. Einnig ættleiddi Claudíus Neró, son Agrippinu.
 
Claudíus lést nokkuð skyndilega árið 54 og var Agrippina grunuð um að hafa eitrað fyrir honum, til þess að koma Neró á keisarastólinn. Neró var svo fljótlega hylltur sem keisari af lífvarðasveitinni í Róm. Neró var aðeins 18 ára þegar hann varð keisari og því hafði Agrippína töluverð völd í upphafi valdatíðar hans. Fljótlega komu þó upp deilur á milli mæðginanna og eftir 55 var hún fallin í ónáð hjá syni sínum. Árið 59 var Agrippina svo ráðin af dögum að fyrirskipan Nerós.