Munur á milli breytinga „Hjaltlandseyjar“

ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
Eyjaklasinn liggur um það bil 80 km norðaustan við [[Orkneyjar]], 170 km frá skoska fastalandinu og 300 km vestan við Noreg. Hjaltlandseyjar mynda skil milli Norður-Atlantshafs og [[Norðursjór|Norðursjávar]]. Þær eru 1.466 km² að stærð en íbúarnir voru 23.210 árið 2011. Höfuðstaður Hjaltlandseyja heitir [[Lerwick|Leirvík]] (''Lerwick'') og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 1708. Fyrrum höfuðstaður Hjaltlandseyja er [[Skálavogur]] (''Scalloway'').
 
Stærsta eyjan í eyjaklasanumklasanum heitir [[Meginland (Hjaltlandseyjum)|Meginland]] (''Mainland'') og er 967 km² að stærð. Hún er því þriðja stærsta eyja Skotlands og fimmta stærsta [[Bretlandseyjar|Bretlandseyja]]. Byggð er í 15 eyjum til viðbótar. Eyjaklasinn einkennist af úthafsloftslagi, flókinni jarðfræði, klettaströndum og lágum hólum.
 
Sögu manna í Hjaltlandseyjum má rekja til [[miðsteinöld|miðsteinaldar]]. Snemma á [[miðaldir|miðöldum]] var mikilla norrænna áhrifa að gæta í eyjunum, einkum frá Norðmönnum. Eyjarnar komu undir stjórn Skota á 15. öld. Þegar Skotland gekk í [[Konungsríkið Stóra-Bretland|samband við England]] árið 1707 hnignuðu viðskiptin við Norður-Evrópu. FiskiveiðarFiskveiðar eru mikilvæg atvinnugrein ennþá í dag. Á áttunda áratug 20. aldar fannst [[olía]] í Norðursjó en fundurinn hefur eflt efnahag eyjanna mikið.
 
Norrænn og skoskur menningararfur Hjaltlandseyja endurspeglast í lífinu þar. Hátíðin [[Up Helly Aa]] er haldin árlega. Þar er einnig mikil tónlistarhefð en [[fiðla]]n er einkennandi fyrir eyjarnar. Margir höfundar og skáld eru frá Hjaltlandseyjum og þónokkrir skrifa á hjaltlenskri mállýsku [[skoska|skosku tungunnar]]. Mikið er um verndarsvæði í eyjunum til að varðveita einstaka plöntu- og dýralífið. [[Hjaltlenski smáhesturinn]] og [[hjaltenski fjárhundurinn]] eru frægar dýrategundir frá eyjunum.
Hjaltlandseyjar liggja um það bil 170 km norðan við skoska fastalandið. Eyjaklasinn þekur 1.469 ferkílómetra en ströndin er 2.702 km löng.
 
Íbúar [[Leirvík (Hjaltlandseyjum)|Leirvíkur]] (''Lerwick''), stærsta byggðin og höfuðstaðurinn, eru um það bil 7.500. Rúmur helmingur allra íbúaHjaltlendinga eyjannaá búaheima innan við 16 km frá Leirvík. [[Skálavogur]] (''Scalloway'') á vesturströndinni var höfuðstaður eyjanna til ársins 1708 en íbúar hans eru tæp þúsund manns.
 
Einungis 16 af 100 Hjaltlandseyjum eru byggðar. Stærsta eyjan í klasanum kallast [[Meginland (Hjaltlandseyjum)|Meginland]] (''Mainland''). Þar á eftir í stærðarröð koma [[Gjall]] (''Yell''), [[Únst]] (''Unst'') og [[Fetlar]] til norðurs og [[Breiðey]] (''Bressay'') og [[Hvalsey (Hjaltlandseyjum)|Hvalsey]] (''Whalsay'') til austurs. [[Austur-Barrey]] og [[Vestur-Barrey]], [[Rauðey mikla]] (''Muckle Roe''), [[Papey stóra]] (''Papa Stour''), [[Trondra]] og [[Valey (Hjaltlandseyjum)|Valey]] (''Vaila'') eru allar smærri eyjar til vesturs. Hinar byggðu eyjarnar eru [[Fugley (Hjaltlandseyjum)|Fugley]] (''Foula'') í vestri og [[Friðarey]] (''Fair Isle'') í suðvestri, ásamt [[Útsker]]jum til austurs.
 
== Loftslag ==
Ríkjandi veðurfar í Hjaltlandseyjum er [[úthafsloftslag]]. Vetrarnir eru svalir og sumrin stutt og mild. Hafið í kringum eyjarnar hefur temprandi áhrif á veðurfariðloftslagið. Í janúar og febrúar er lágmarkshitastigið rúmt 1°C á næturnar, en á daginn er hágmarkshitastigið tæpt 14°C að jafnaði í júlí og ágúst. Mesti hitinn sem hefur mælst í eyjunum er 28°C þann 6. ágúst 1910, en sá lægsti var –8,9°C í janúar 1952 og 1959. Frostleysa getur staðið yfir í eins lítið og þrjá mánuði.
 
Til samanburðar er hitinn mun breytilegri á nærliggjandi upplandssvæðum í [[Skandinavía|Skandinavíu]], sem sýnir temprandi áhrif [[Atlantshaf]]sins. Vetrarnir eru mun mildari en á meginlandi Evrópu og eru sambærilegir vetrum í Englandi.
 
=== Olíuiðnaður ===
Olía og [[jarðgas]] voru fyrst flutt á land við [[Sullom Voe]] árið 1978, en það er ein stærsta olíuhöfnin í Evrópu í dag. Tekjur af olíuiðnaðnum hafa skilað sér í auknum fjárveitingum til velferðar, listar, íþrótta, umhverfisverndar og efnahagslegrar þróunar. Þrír af hverjum fjórum Hjaltlendingum vinnurvinna í þjónstustarfiþjónustugeiranum. Sveitarfélagið svaraði til 27,9% efnahagsframleiðslu árið 2003.
 
Árið 2007 var skrifað undir samning við Scottish og Southern Energy um að byggja upp [[Vindorka|vindgarður]] með 200 túrbínum og sæstreng. Áætlað er að vindgarðurinn muni framleiða 600 megavött af rafmagni á ári. Áformin mættu töluverðri andstöðu í eyjunum, aðallega vegna áhættu á skertu útsýni yfir hafið.
 
=== Landbúnaður og vefnaðariðnaður ===
Helsta húsdýrið í Hjaltlandeyjum er hjaltlenska kindin sem er með óvenjulega mjúka [[ull]]. Prjón er mikilvægur liður í efnahags- og menningarlífi eyjanna og er Fair Isle-mynstrið vel þekkt. Misnotkun á orðinu „Shetland“ af framleiðendum sem ekki eru með aðstöðu í eyjunum ógnar iðnaðinum.
 
Hjáleigur á smábýlum eru ennþá algengar, en rekstur þeirra er talinn mikilvæg hefð og tekjulind. [[Hafrar]] og [[bygg]] eru ræktuð í eyjunum en hvassviðri hindra ræktun margra nytjaplantna.
 
=== Fjölmiðlar ===
Eitt vikulegt dagblað, ''The Shetland Times'', er gefið út í Hjaltlandseyjum. Vefmiðillinn ''Shetland News'' þjónur íbúum eyjanna. Tvær útvarpsstöðvar eru sendar út frá eyjunum: ''[[BBC]] Radio Shetland'' og ''SIBC''.
 
=== Ferðamennska ===
Hjaltlandseyjar eru vinsæll viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip en 26.000 farþegar komu við Leirvíkurhöfn árið 2006. Mikill vöxtur hefur verið í geiranum, en farþegar voru 107.000 árið 2019. Helsta aðdráttaaflið fyrir ferðamenn er óspillta náttúran og menningin.
 
=== Samgöngur ===
[[Mynd:Loganair_Islander_at_Fair_Isle.jpg|thumb|250px|Vél [[Loganair]] í [[Friðarey]] (''Fair Isle'') á miðri leið milli Orkneyja og Hjaltlandseyja.]]
 
Aðalferðamátinn milli eyja er ferja, en sveitarfélagið rekur reglulegar siglingar. Ferjusambönd eru einnig milli Leirvíkur og [[Aberdeen]] á skoska fastalandinu. Siglingin tekur um það bil 12 tíma og er rekin af NorthLink Ferries. Á ákveðnum siglingum er komið við [[Kirkwall|Kirkjuvog]] (''Kirkwall'') í Orkneyjum, sem lengir ferðatímann um tvo tíma. Áform eru uppi um gangnatengingar milli eyjanna, einkum milli Breiðeyjar og Hvalseyjar, en skortur er á fjarveitingum til slíkra verkefna.
 
Sumburgh-flugvöllur er aðalflugvöllurinn í Hjaltlandseyjum. Hann liggur um það bil 40 km sunnan við Leirvík. Með [[Loganair]] er flogið þangað til áfangastaða í Skotlandi allt að 10 sinnum á dag, en þeir eru Kirkjuvogur, Aberdeen, [[Inverness]], [[Glasgow]] og [[Edinborg]]. Tingwall-flugvöllur liggur 11 km vestan við Leirvík. Þaðan er flogið til flestra byggðra eyja, en flug eru rekin í samstarfi við sveitarfélagið. Frá Scatsca-flugvelli við Sullom Voe er flogið reglulega til Aberdeen með fólk sem vinnur í olíuiðnaði.
 
Haldið er utan um akstur strætisvagna í Meginlandi, Hvalsey, Barrey, Únst og Gjalli.
 
Eyjaklassin verður fyrir sterkum hvassviðrum og straumum, því hafa [[Viti|vitar]] verið settir upp á ýmsum stöðum.
 
== Tenglar ==
18.084

breytingar