Munur á milli breytinga „Hjaltlandseyjar“

ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
 
Árið 1961 voru Hjaltlendingar 17.814 manns.
 
== Efnahagslíf ==
[[Mynd:Maquereaux_etal.jpg|thumb|250px|Helmingur af aflanum í Hjaltlandseyjunum er [[makríll]].]]
Helstu tekjulindir Hjaltlandseyja í dag eru [[landbúnaður]], [[fiskeldi]], [[endurnýjanleg orka]], [[hráolía|olíuiðnaður]], skapandi iðnaður og [[ferðamennska]].
 
=== Fiskveiðar ===
Fiskveiðar eru enn í dag mikilvægur liður í efnahagslífi Hjaltlendinga. Heildaraflinn var 75.767 tonn árið 2009, að verðmæti 73,2 milljón [[pund]]a. Helmingur af aflanum eftir þyngd og verðmæti er [[makríll]]. Einnig er veitt töluvert af [[ýsa|ýsu]], [[þorskur|þorski]], [[síld]], [[lýsa|lýsu]], [[skötuselur|skötusel]] og [[skelfiskur|skelfiski]].
 
=== Olíuiðnaður ===
Olía og jarðgas voru fyrst flutt á land við [[Sullom Voe]] árið 1978, en það er ein stærsta olíuhöfnin í Evrópu í dag. Tekjur af olíuiðnaðnum hafa skilað sér í auknum fjárveitingum til velferðar, listar, íþrótta, umhverfisverndar og efnahagslegrar þróunar. Þrír af hverjum fjórum Hjaltlendingum vinnur í þjónstustarfi. Sveitarfélagið svaraði til 27,9% efnahagsframleiðslu árið 2003.
 
== Tenglar ==
18.084

breytingar