„Hjaltlandseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: 2017 source edit
+Loftslag
Merki: 2017 source edit
Lína 68:
 
Hæsti punktur Hjaltlandseyja er [[Ronas Hill]] sem liggur 450 m yfir sjávarhæð. Á [[Pleistósentímabilið|Pleistósentímabilinu]] voru eyjarnar þaktar jökli.
 
== Loftslag ==
Ríkjandi veðurfar í Hjaltlandseyjum er [[úthafsloftslag]]. Vetrarnir eru svalir og sumrin stutt og mild. Hafið í kringum eyjarnar hefur temprandi áhrif á veðurfarið. Í janúar og febrúar er lágmarkshitastigið rúmt 1°C á næturnar, en á daginn er hágmarkshitastigið tæpt 14°C að jafnaði í júlí og ágúst. Mesti hitinn sem hefur mælst í eyjunum er 28°C þann 6. ágúst 1910, en sá lægsti var –8,9°C í janúar 1952 og 1959. Frostleysa getur staðið yfir í eins lítið og þrjá mánuði.
 
Til samanburðar er hitinn mun breytilegri á nærliggjandi upplandssvæðum í [[Skandinavía|Skandinavíu]], sem sýnir temprandi áhrif [[Atlantshaf]]sins. Vetrarnir eru mun mildari en á meginlandi Evrópu og eru sambærilegir vetrum í Englandi.
 
Veðurfarið einkennist af vindi og skýjum. Úrkoman er að minnsta kosti 2 mm á 250 dögum á ári. Meðaltalsúrkoman er 1,003 mm á ári en mest rignir í nóvember og desember. Í Hjaltlandseyjum snjóar eingöngu frá nóvember til febrúar en snjórinn bráðnar yfirleitt innan sólarhrings. [[Þoka]] er algeng á sumrin enda hafið kælir mildar sunnanáttir.
 
Vegna norðlegrar legu eyjanna sjást [[norðurljós]] stundum á heiðskírum vetrarnóttum. Á sumrin er náttleysi.
 
== Tenglar ==