„John Lennon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
===Bítlarnir===
:''Aðalgrein: [[Bítlarnir]]''
[[George Harrison]] gekk til liðs við The Quarry Men árið 1958 og [[Ringo Starr]] árið [[19601962]], eftir að nafni hljómsveitarinnar hafði verið breytt í The Beatles. Lennon er almennt talinn hafa verið leiðtogi sveitarinnar á upphafsárum hennar.
 
Árið [[1962]] giftist John Cynthiu Powell, sem hann hafði verið í sambandi við í nokkur ár og árið [[1963]] eignuðust þau soninn Julian. Þegar vinsældir Bítlanna fóru að aukast, á árinu 1963, ráðlagði umboðsmaður þeirra, Brian Epstein, John að halda hjónabandinu leyndu frá almenningi. Cynthia Lennon var því aldrei í sviðsljósinu þrátt fyrir hinar gífurlegu vinsældir Bítlanna. Þau skildu árið [[1968]] eftir að Cynthia komst að því að John hafði verið að halda framhjá sér með [[Japan|japönsku]] listakonunni [[Yoko Ono]].
Lína 42:
 
===Sólóferill===
Lennon tók fyrstu skrefin í átt að sólóferli á meðan Bítlarnir voru ennþá starfandi. Á árunum [[1968]] og 1969 gáfu hann og Ono út þrjár plötur sem innihéldu aðallega mjög tilraunakennda, ómelódíska tónlist. Þetta voru plöturnar ''[[Unfinished Music No.1: Two Virgins]]'' (1968), ''[[Unfinished Music No.2: Life with the Lions]]'' (1969) og ''[[Wedding Album]]'' (1969).
 
Lennon hóf sólóferil strax eftir að Bítlarnir hættu saman og gaf út plötuna ''[[John Lennon/Plastic Ono Band]]'' árið 1970. Árið [[1971]] kom svo út platan ''[[Imagine]]'', þar sem er m.a. að finna lagið „[[Imagine]]“, eitt frægasta lag Lennons.
 
Árið 1971 fluttust Lennon og Ono til [[New York borg|New York]] og átti Lennon aldrei eftir að koma aftur til Englands eftir það. Á meðan þau bjuggu ennþá á Englandi höfðu þau reynt að nota frægð sína til þess að breiða út boðskap friðar í heiminum og m.a. talað gegn Víetnamstríðinu. Þegar þau komu til Bandaríkjanna héldu þau þessu áfram og urðu áberandi í baráttunni gegn stríðinu. Í kjölfarið reyndu stjórnvöld í Bandaríkjunum að vísa Lennon úr landi á grundvelli þess að kannabisefni höfðu fundist í fórum hans í [[London]] árið [[1968]]. Baráttan við innflytjendayfirvöld stóð allt til ársins [[1975]], en þá fékk JohnLennon loksins græna kortið.
 
[[1972]] kom út platan ''[[Some Time in New York City]]'' og [[1973]] kom út platan ''[[Mind Games]]''.
Lína 64 ⟶ 66:
 
===Sóló eða með Yoko Ono:===
* ''[[Unfinished Music No.1: Two Virgins]]'' ([[1968]])
* ''[[Unfinished Music No.2: Life with the Lions]]'' ([[1969]])
* ''[[Wedding Album]]'' ([[1969]])
* ''[[John Lennon/Plastic Ono Band]]'' ([[1970]])
* ''[[Imagine]]'' ([[1971]])