„Danmörk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 194.144.188.200 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Holder
Merki: Afturköllun
Lína 1:
{{Land
|nafn=Konungsríkið Danmörk
|nafn_á_frummáli = Kongeriget Danmark
Lína 49:
Danmörk samanstendur af [[Jótlandsskagi|Jótlandsskaga]] og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að [[vestur|vestan]], [[norður|norðan]] og [[austur|austan]]. Að vestan er [[Norðursjór]], [[Skagerrak]] og [[Kattegat]] að norðvestan og norðaustan og [[Eystrasalt]] að austan, en að [[suður|sunnan]] á Danmörk landamæri að [[Þýskaland]]i við suðurenda Jótlands. Jótland er [[skagi]] sem gengur til [[norður]]s út úr [[Evrópa|Evrópuskaganum]]. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra [[eyja]] sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru [[Sjáland]] og [[Fjón]]. Helstu [[borg]]ir eru [[Kaupmannahöfn]] á Sjálandi; [[Óðinsvé]] á Fjóni; [[Árósar]], [[Álaborg]], [[Esbjerg]], [[Randers]], [[Kolding]], [[Horsens]] og [[Vejle]] á Jótlandi.
 
Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan [[Eyrarsund]]s, [[Skánn|Skán]], [[Halland]] og [[Blekinge]] og einnig bæði héruðin [[Slésvík]] og [[Holtsetaland]] og náðu landamærin suður fyrir [[Hamborg]] þegar veldið var sem mest. [[Danakonungar|Danska konungsættin]] er elsta ríkjandi konungsætt í [[jörðin|heimi]]. Á [[19. öldin|nítjándu öld]] gekk [[Noregur]] úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir [[svíþjóð|sænska]] konunginum. Á [[20. öld]] fékk svo [[Ísland]] sjálfstæði frá Dönum, en [[Færeyjar]] og [[Grænland]] eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið [[heimastjórn]].
 
== Heiti ==
Lína 82:
[[Þjóðþing Danmerkur]] (''Folketinget'') fer með [[löggjafarvald]] og situr í einni deild. Það er æðsti löggjafi landsins, getur sett lög um alla hluti og er óbundið af fyrri þingum. Til að lög öðlist gildi þarf að leggja þau fyrir ríkisráðið og þjóðhöfðingjann sem staðfestir þau með undirskrift sinni innan 30 daga.
 
Í Danmörku er [[þingbundin konungsstjórn]] og [[fulltrúalýðræði]] með [https://www.youtube.com/watch?v=l-sZyfFX4F0[almennur kosningaréttur|almennum kosningarétti]]. Þingkosningar eru [[hlutfallskosning]]ar milli [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokka]] þar sem flokkar þurfa minnst 2% atkvæða til að koma að manni. Á þinginu eru 175 þingmenn auk fjögurra frá Grænlandi og Færeyjum. Þingkosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti hið minnsta en forsætisráðherra getur óskað eftir því að þjóðhöfðingi boði til kosninga áður en kjörtímabili lýkur. Þingið getur neytt forsætisráðherra til að segja af sér með því að samþykkja [[vantraust]] á hann.
 
Framkvæmdavaldið er formlega í höndum drottningar, en forsætisráðherra og aðrir ráðherrar fara með það fyrir hennar hönd. Forsætisráðherra er skipaður sá sem getur aflað meirihluta í þinginu og er venjulega formaður stærsta stjórnmálaflokksins eða leiðtogi stærsta flokkabandalagsins. Oftast er ríkisstjórn Danmerkur [[samsteypustjórn]] og oft líka [[minnihlutastjórn]] sem reiðir sig á stuðning minni flokka utan ríkisstjórnar til að ná meirihluta í einstökum málum.