„Kastorkirkjan í Koblenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Poecilotheria36 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
 
Lína 8:
== Listaverk og dýrgripir ==
=== Madonnumynd ===
[[Mynd: Brigitten-Madonna.JPG|thumb|Madonna]]
Eitt mesta listaverk kirkjunnar er Madonnumyndin, sem kennd er við heilaga Birgittu frá [[Svíþjóð]] (Brigitten-Madonna). Myndin var máluð síðla á [[14. öldin|14. öld]] af bæheimskum listamanni. Á innskrift á bakhliðinni má lesa að það hafi verið Eleonóra, systir [[Karl V (HRR)|Karls V]] keisara, sem fór með málverkið til [[Danmörk|Danmerkur]], en hún giftist [[Kristján 3.|Kristjáni III]] Danakonungi. Á [[17. öldin|17. öld]] var málverkið eign biskupsins Otto Reinhold von Andrimot, en hann flutti það til Wetzlar í Þýskalandi. [[1836]] var málverkið flutt til Koblenz og síðan [[1849]] hangir það í Kastorkirkjunni þar.
 
=== Sólarúr ===
[[Mynd: Sonnenuhr Kastorkirche.jpg|thumb|left|Sólarúrið]]
Í garðinum fyrir utan kirkjuna stendur sólarúr. Það er tiltölulega nýtt og sýnir klukkuna og dagsetninguna. Vegna sólargangs verður hins vegar að færa miðkúlu úrsins til, allt eftir því hvaða árstími er í gangi. Þá er einnig hægt að lesa stjörnumerkið sem ríkir hverju sinni.