„Ólympíuleikar Zappas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Skráin Zappaian_oly_med.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Jameslwoodward.
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
 
Lína 2:
 
== Upphaf og aðdragandi ==
[[Mynd: Otto_of_Greece.jpg|thumb|425x281px|Ottó Grikklandskonungur lagði blessun sína yfir Ólympíuleika Zappas.]] [[Grikkland|Grísk]] [[þjóðernishyggja]] efldist mjög um og fyrir miðja nítjándu öld. Mikilvægur þáttur hennar var að dusta rykið af ýmsum hefðum frá gullaldarskeiði [[Grikkland_hið_forna|Grikklands til forna]]. Hugmyndin um endurreisn Ólympíuleikanna kom fram á fjórða áratug nítjándu aldar og var haldið á lofti af [[rómantíkin|rómantískum]] skáldum. Ekki voru allir þó jafnhrifnir af hugmyndinni, sem ýmsir töldu til marks um fortíðarþrá og að Grikkir ættu fremur að horfa til framtíðar en að eltast við löngu horfnar hátíðir.
 
Kaupsýslumaðurinn Evangelis Zappas, einn ríkasti maður [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] á sinni tíð, heillaðist af þessum hugmyndum og bauð grískum stjórnvöldum árið [[1856]], að kosta slíka leika. Ottó Grikklandskonungur veitti að lokum samþykki sitt fyrir að settir yrðu á stofn leikar, sem halda skyldi á fjögurra ára fresti og kenna mætti við Ólympíu.