„Keflavíkurflugvöllur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um alþjóðaflugvöllinn. Grein um herstöðina er að finna á [[Keflavíkurstöðin]].''
[[ImageMynd:B757atReykjavik.jpg|thumb|right|[[Boeing 757-200]]-flugvél [[Flugleiðir|Flugleiða]] við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.]]
'''Keflavíkurflugvöllur''' ([[IATA]]: '''KEF''') er stærsti [[flugvöllur]] [[Ísland]]s. Hann stendur á [[Miðnesheiði]] á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Upphaflega var hann lagður af [[Bandaríkjaher]] í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni og opnaður [[23. mars]] [[1943]]. Bandaríkjmenn nefndu hann '''Meeks Field''' í höfuðið á ungum flugmanni, George Meeks að nafni, sem fórst á Reykjavíkurfugvelli og var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Að styrjöldinni lokinni var flugvöllurinn og bækistöðin sem við hann stóð afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans í [[Keflavík]]. Flugvellirnir við Keflavík voru reyndar tveir, Meeks og Pattersonflugvöllur ofan [[Njarðvík]]urfitja, sem þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. Pattersonflugvöllur hefur stundum verið nefndur [[Njarðvíkurflugvöllur]] í daglegu tali en hann var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafélagi til ársins 1951 er Bandaríkjaher kom aftur til landsins samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem gerður var að tilstuðlan Norðu-Atlantshafsbandalagsins [[NATO]].