„Rúnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
→‎Rúnir á Grænlandi: Tengi við rúnakeflið frá Narsaq sem þegar er fjallað um hér
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 17:
 
=== Eldri rúnaröð ===
[[Mynd: Futhark24.svg|thumb|400px|Eldri rúnaröðin]]
Elsta rúnastafrófið sem nefnt er eldri rúnaröðin eða fuþark hið eldra samanstóð af 24 táknum og samsvöruðu þau sennilega nokkurn veginn hljóðkerfi frumnorrænu. Hljóðgildi nokkurra rúnanna er ekki vitað með öruggri vissu en flest táknin eru áþekk samsvarandi latneskum bókstöfum og er framburður þeirra flestra þekktur með nokkuð öruggri vissu. Form táknanna — bein strik sem standa lóðrétt eða hallandi — benda til að þau hafi upphaflega verið ætluð til að vera skorin, rist eða höggvin í fremur harðan flöt en ekki skrifuð á skinn eða pappír. Engar rúnaristur í tré hafa varðveist frá tímum fornnorrænu þó það hafi sennilegast verið algengasta ristunarefnið og má ætla að það sé vegna þess að tré er forgengilegt. Allar varðveittar áletranir eru ristar í stein, málm, horn eða bein. [[Mynd:Kam-med-runer-fra-Vimose DO-4148 2000.jpg|thumb|350|Greiða úr horni sem fannst í Vimose á Fjóni. Elsta rúnaristan]]Elstu rúnaristurnar eru frá 150 til 200 e. Kr. og fundust í suðurhluta [[Danmörk|Danmerkur]]. Í Skandinavíu hafa fundist um 370 af þeim samtals um 700 rúnaristum með eldri rúnaröð sem fundist hafa. Rúnaristur frá því fyrir árið 800 hafa fundist allt frá [[Búrgund]]ar-héraði í Frakklandi í vestri til [[Rúmenía|Rúmeníu]] í austri og frá Norður-[[Þrændalög]]um í norðri til [[Bosnía|Bosníu]] í suðri. Þessar ristur er að finna á vopnum, skartgripum, steinum og áhöldum. Textarnir eru oftast afar stuttir, nöfn, áheit eða stuttir textar (til dæmis ristan á gullhorninu frá Gallehus á [[Jótland]]i: '''ek hlewagastiR ÷ holtijaR ÷ horna ÷ tawido ÷''' Það er: ''Ek Hlewagastiz Holtijaz horna tawido'' sem þýðir ''Ég HlewagastiR HoltijaR'' (''frá Holti eða sonur Holta'') ''gerði hornið''.<ref>Rune. 2004. Bls 122.</ref>
 
Lína 151:
 
=== Miðaldarúnaröðin ===
[[Mynd: Medeltida runor.svg|thumb|410px|Miðaldarúnir]]
Almenn notkun latneska stafrófsins á Norðurlöndum hófst með [[kristnitakan|kristnitökunni]], frá um það bil 950 til 1050, en rúnir voru notaðar samhliða um langan aldur. Viðaukar voru gerðir við yngri rúnaröðina svo að í stað 16 tákna voru í upphafi 13. aldar orðin jafn mörg tákn í norræna rúnaletrinu eins og í latneska stafrófinu. Er þessi rúnaröð nefnd miðaldarúnir eða stungnar rúnir. Stafrófsröð rúnanna var líka breytt og fylgdi nú því latneska. Rúmlega 2700 rúnaristur frá um það bil 1100 til 1500 hafa fundist, ríflega helmingur frá Noregi og þar af um 600 frá [[Bergen]]. Stór hluti af ristunum eru tengdar kirkjum, í byggingunum sjálfum, á ýmsum helgidómum og á leiðum. Mikið af ristunum hefur fundist við uppgrefti á miðaldabæjum. Er þar einkum um að ræða einföld skilaboð rist á tréfjalir eða bein, eignarmörk verslunarmanna, persónuleg skilaboð og ástarkvæði svo eitthvað sé nefnt. Um 10% allra miðaldarúnarista eru textar á [[Latína|latínu]], til dæmis Ave Maria. Norrænir menn höfðu með sér rúnakunnáttu þar sem þeir námu ný lönd í [[Rússland]]i, á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] ([[Danalög]], [[Skotland]]i, [[Dublin]], [[Mön (Írlandshafi)|Mön]]), [[Færeyjar|Færeyjum]], [[Orkneyjar|Orkneyjum]], [[Ísland]]i og [[Grænland]]i. Einkum var það á Íslandi og Grænlandi sem rúnanotkun hélst lengi. Í kjölfar [[Svarti dauði|Svarta dauða]] á Norðurlöndum um 1350 stórminnkaði rúnanotkun og einungis fáeinar ristur er að finna frá 15. öld og eru þær einkum frá [[Gotland]]i. Rúnir voru þó notaðar áfram á einstaka svæðum, má þar nefna [[Dala-hérað]] í Svíþjóð þar sem sérstök útgáfa rúna var notuð til skreytinga allt fram um aldamótin 1900.