„Leicester“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
 
Lína 48:
 
=== 20. öldin ===
[[Mynd: Leicester Greyfriars dig, trench 2.JPG|thumb|Hluti af Greyfriars kirkjunni þar sem gröf Ríkharðs III fannst]]
Leicester hlaut loks borgarréttindi [[1919]]. [[1935]] stækkaði borgin enn við innlimun smærri bæja og hlaut hún þá núverandi stærð. Í [[Kreppan mikla|Kreppunni miklu]] á þriðja áratugnum komst Leicester nokkuð vel frá efnahagshruni, því atvinnuvegir voru fjölbreyttir og síður háðir frumframleiðslu. Í skýrslu tölfræðistofnunar frá [[1936]] var Leicester álitin næstefnaðasta borgin í Evrópu. Þangað fluttu margir pólitískir flóttamenn frá meginlandinu. Hin mikla mótmælaganga 207 atvinnulausra einstaklinga frá norðurhluta Englands (enska: Jarrow March) kom við í Leicester 1936 á leið sinni til London. Borgin tók vel á móti göngumönnum og gaf þeim öllum ný stígvél. Leicester kom ekki við sögu í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]]. Engar loftárásir voru gerðar á borgina. En efnahagslífið breyttist talsvert eftir stríð. Verksmiðjurnar áttu við mikinn vanda að stríða og mörgum þeirra var lokað. Við tóku þjónustufyrirtæki, ekki síst þegar járnbrautarkerfið batnaði og borgin hlaut tengingu við hraðbraut. Eftir stríð hófu margir [[Asía|Asíubúar]] að setjast að í Leicester, sérstaklega frá [[Indland]]i. Einnig settust þar að [[Pólland|Pólverjar]] og [[Írland|Írar]], en einnig fólk frá [[Afríka|Afríku]]. Í dag eru um 40% íbúanna af erlendu bergi brotnir, en þar með er Leicester með eitt hæsta hlutfall útlendinga í Bretlandi. Hlutfallið fer hækkandi stefnir í 50%. Engin önnur borg í Bretlandi er með breskan minnihluta. Árið [[2012]] fundust líkamsleifar Ríkharðs III undir gömlu Greyfriars kirkjunni í Leicester eftir vandlega leit. Í [[febrúar]] 2013 fékkst það staðfest með [[DNA-raðgreining|DNA-úrskurði]] að um Ríkharð sé að ræða. Bæði Leicester og [[York]] etja nú kappi um að fá að greftra miðaldakonunginn í sinni borg.