„Koblenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út Wappen_Koblenz.svg fyrir DEU_Koblenz_COA.svg.
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 75:
 
=== 30 ára stríðið og 9 ára stríðið ===
[[Mynd: Ko1632.png|thumb|Koblenz 1632 í umsátri Svía]]
[[Siðaskiptin]] fóru aldrei fram í Koblenz. Borgin var í föstum höndum erkibiskupanna í Trier og átti [[Lúterstrú]] ekki upp á pallborðið í borginni. Fyrsti lúterski söfnuðurinn í borginni myndaðist ekki fyrr en [[1784]]. Borgin var því kaþólsk er [[30 ára stríðið]] hófst [[1618]]. Þegar stríðið var 14 ára gamalt, gekk biskupinn og kjörfurstinn Filippus Kristof til liðs við Frakka (sem einnig voru kaþólskir). Franskur her var boðinn til borgarinnar, þrátt fyrir að bærískar hersveitir væru fyrir í borginni. Báðir aðilar voru því kaþólskir. Þegar bæjarar neituðu að yfirgefa borgina, gerðu Frakkar umsátur um hana og fengu góðan liðsstyrk í sænskum her, sem var lúterskur. Í umsátri þessu var því öllum trúmálum snúið á hvolf. Koblenz féll eftir mánaðar umsátur. [[1636]] voru bæjarar aftur á ferðinni og réðust á borgina Koblenz. Þeir náðu að hrekja Frakka á braut eftir árs umsátur um virki þeirra. Þegar stríðinu lauk var Koblenz nær gjöreyðilögð og íbúum hafði fækkað um helming. 40 árum seinna voru Frakkar enn á ferðinni í [[9 ára stríðið|9 ára stríðinu]]. Þeir réðust á borgina og skutu látlaust á hana með fallbyssum. Skemmdir urðu gríðarlegar, en borgin hélt velli. Hún var meðal fárra borga í Rínarlöndunum sem Frakkar náðu ekki að hertaka í þessu stríði.
 
Lína 83:
 
=== Nýrri tímar ===
[[Mynd: Koblenz 1945.jpg|thumb|Koblenz í rústum í lok heimstyrjaldarinnar síðari]]
1814 úrskurðaði [[Vínarfundurinn]] að Koblenz skyldi tilheyra [[Prússland]]i. Prússar víggirtu borgina gífurlega. Háir og þykkir múrar voru reistir umhverfis borgina. Múrarnir voru þó engin prýði fyrir borgina og voru rifnir aftur [[1890]] til að skapa byggingarsvæði fyrir ört vaxandi borgina. Þá var [[iðnbyltingin]] í fullum gangi. Koblenz kom ekki við sögu í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. Í stríðslok hins vegar hernámu [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] borgina sem héldu henni til [[1923]]. Þá eftirlétu þeir Frökkum borgina. Franski herinn yfirgaf Koblenz ekki fyrr en [[1929]]. Ári síðar sótti ríkisforsetinn [[Paul von Hindenburg]] borgina heim til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af frelsun borgarinnar. Þá átti sér stað stórslys eftir flugelda kvöld eitt að bráðabirgðabrú eyðilagðist og féllu tugir manna í Rínarfljót. 38 manns biðu bana. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] varð Koblenz fyrir gífurlegum loftárásum. Þær verstu urðu [[6. nóvember]] [[1944]] en þá létu breskar flugvélar 150 þús sprengjum rigna yfir borgina. Eyðileggingin var ótrúleg. Um 87% hennar voru rústir einar. Borgarbúar neyddust til að yfirgefa borgina. Í [[Mars (mánuður)|mars]] [[1945]] sprengdu nasistar allar brýr yfir Rín og Mósel. Aðeins nokkrum dögum síðar hernámu Bandaríkjamenn borgina. Þeir fundu aðeins fáeinar sálir í rústunum þar. Um sumarið eftirlétu þeir Frökkum borgina, enda var hún á hernámssvæði Frakka. [[1946]] var sambandslandið Rínarland-Pfalz stofnað. Koblenz varð að höfuðborg þess lands. [[1950]] var hins vegar ákveðið að færa höfuðborgina til Mainz. Á móti kom þó að ýmsar ríkisskrifstofur voru fluttar til Koblenz. [[1957]] fengu þýskir hermenn að flytja í herstöðvar í Koblenz, sem enn í dag er stærsta þýska herstöðin í Þýskalandi. Síðustu frönsku hermennirnir yfirgáfu borgina [[1969]]. Árið [[2002]] voru fjölmargar byggingar í borginni settar á [[heimsminjaskrá UNESCO]].