„Nottingham“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 29:
== Saga Nottingham ==
=== Upphaf ===
[[Mynd: Robin Hood Memorial.jpg|thumb|Stytta af Hróa hetti á markaðstorginu í Nottingham]]
[[Mynd:Nottingham castle reconstruction.jpg|thumb|Kastalinn í Nottingham. Teikning frá 19. öld.]]
Fyrsta byggðin sem myndaðist á svæðinu var í hellum (Nottingham Caves). Þeir voru ekki náttúrulegir, heldur manngerðir, enda er bergið í kring úr sandsteini. Hellakerfið er það stærsta í Englandi og er ákaflega vinsæll viðkomustaður ferðamanna í dag. Engilsaxar bjuggu á svæðinu fram til 867, en þá hertóku danskir [[víkingar]] bæinn, sem eftir það var hluti [[Danalög|Danalaga]]. [[Normannar]], að skipan [[Vilhjálmur sigursæli|Vilhjálms sigursæla]], reistu kastala í Nottingham skömmu eftir landtökuna [[1066]] en hann kom við sögu í hinni þekktu þjóðsögu um Hróa hött. Hrói bjó í [[Skírisskógur|Skírisskógi]] norður af bænum á [[12. öldin|12. öld]], en aðalandstæðingur hans var fógetinn í Nottingham. Þjóðsagan gerist er [[Ríkharður ljónshjarta|Ríkharður konungur ljónshjarta]] var í [[Krossferðir|krossferð]] í [[Landið helga|landinu helga]] en á meðan hafði yngri bróðir hans, [[Jóhann landlausi]], seilst til valda. Við heimkomuna tók Ríkharður því kastalann í Nottingham, enda var hann talinn eitt sterkasta vígi landsins. Bærinn var alla tíð lítill. Á [[14. öldin|14. öld]] bjuggu í honum þrjú þúsund manns og hafði þeim ekki fjölgað nema upp í fjögur þúsund þegar komið var fram á [[17. öldin|17. öld]].
Lína 46:
 
== Viðburðir ==
[[Mynd: Nottingham Goose Fair.JPG|thumb|Nottingham Goose Fair skemmtigarðurinn, séð úr risahjólinu að kvöldlagi]]
* Í Nottingham er árleg útileiksýning um þjóðsöguna um Hróa hött (Robin Hood Pageant) og fer hún fram í kastalanum í [[október]]. Hróa hattar hátíðin fer hins vegar fram í Skírisskógi fyrir norðan borgina árlega á sumrin. Til stendur að setja upp háþróaðan Hróa hattar leikjagarð í anda Disney-landanna.
* Í [[febrúar]] [[2008]] var stórt risahjól sett upp á gamla markaðstorginu í borginni. Þetta reyndist svo vinsælt að það hefur verið sett upp árlega eftir það. Hjólið kallast Nottingham Wheel og svipar til [[London Eye]]-hjólsins í höfuðborginni, nema hvað það er miklu minna.
Lína 59:
* [[Notts County]] var stofnað 1862 og er því elsta atvinnufélagslið heims. Liðið hefur aðeins sigrað í einni keppni en það var í bikarkeppninni [[1894]]. Síðan [[1992]] leikur liðið í neðri deildum.
 
[[Mynd: HPPWhitewater.jpg|thumb|Flúðasiglingar í Nottingham]]
[[Íshokkí]] er mjög vinsæl íþrótt í Nottingham. Helsta liðið er Nottingham Panthers, sem er margfaldur meistari. Skautahöllin National Ice Centre er ekki aðeins notuð fyrir íshokkí, heldur einnig skautahlaup og [[ísdans]]. Í höllinni hófst glæsilegur íþróttaferill Jayne Torvill og Christopher Dean, bæði uppalin í Nottingham. Þau hlutu að lokum bæði gullverðlaun í ísdansi á [[Vetrarólympíuleikarnir 1984|Vetrarólympíuleikunum 1984]] í [[Sarajevó]] með fullt hús stiga.
 
Lína 93:
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd: Ye Olde Trip To Jerusalem.jpg|thumb|The Trip er hugsanlega elsta kráin í Englandi]]
* [[Ye Olde Trip to Jerusalem]] (eða bara The Trip) er krá í Nottingham og gerir tilkall til að vera elsti pöbbinn í Englandi. Kráin var sögð stofnuð [[1189]] en ekki er hægt að sannreyna það. Húsið stendur upp við sandkletta og eru innri herbergi hluti af hellunum þar. Einnig eru nokkrir ævagamlir munir þar. Einn þeirra er gamalt skipsmódel sem bannað er að dusta rykið af. Sá sem gerir það má eiga von á að deyja sviplegum dauða. Gamall kollur í kránni er talinn auka líkur á að kona sem á honum situr verði ólétt.
* [[Kastalinn í Nottingham]] er ein allra þekktasta byggingin í borginni. Það var Vilhjálmur sigursæli sem lét reisa kastalann skömmu eftir innrás sína í England 1066. Hann varð eitt sterkasta vígi í Englandi og kom mikið við sögu næstu aldir. Hann var að mestu rifinn [[1649]]. Síðar var herrasetur reist í rústunum. Í dag er kastalinn safn og gallerí.