„Jena“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 27:
 
== Lega ==
[[Mynd: Marktjena.jpg|thumb|300px|Aðalmarkaðstorgið í Jena]]
Jena liggur austarlega í Þýringalandi, rétt fyrir norðan miðhálendið Thüringer Wald. Næstu borgir eru [[Weimar]] til vesturs (20 km), [[Gera]] til austurs (30 km) og [[Leipzig]] til norðausturs (40 km).
 
Lína 48:
 
=== Nýrri tímar ===
[[Mynd: Microscope Zeiss 1879.jpg|thumb|Stækkunargler frá 1879 úr smiðju Carl Zeiss]]
[[1830]] voru íbúar í Jena 5.491 samkvæmt manntali. Með upprennandi [[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]] jókst íbúafjöldinn mjög. Auk mikilvægra iðngreina var landbúnaður, ekki síst vínberjarækt, mikilvægur. [[1846]] stofnaði [[Carl Zeiss]] linsufyrirtæki í Jena sem síðar varð að heimsmerki. [[1874]] fékk borgin [[járnbraut]]artengingu. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] varð borgin fyrir talsverðum loftárásum. Þær verstu urðu [[19. mars]] [[1945]] en í þeim eyðilagðist stór hluti miðborgarinnar. [[11. apríl]] stóðu [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] við borgardyrnar. Þeir náðu ekki að hertaka borgina fyrr en eftir tveggja daga skotbardaga við nasista. [[1. júlí]] var borgin afhent [[Sovétríkin|Sovétmönnum]], enda á þeirra hernámssvæði. Jena var þar af leiðandi í [[Austur-Þýskaland]]i eftir stríð. [[1953]] varð allsherjar uppreisn borgarbúa gegn kommúnistastjórninni en 30 þúsund manns kröfðust frjálsra kosninga, sameingar Þýskalands og afsögn ríkisstjórnarinnar í Austur-Berlín. Stjórnin bað um aðstoð Sovétmanna, sem sendu her og skriðdrekaflokk. Lýst var yfir neyðarástandi meðan hermennirnir börðu mótmælin niður. Mörg hundruð manns voru handteknir og nokkrir teknir af lífi. [[1989]] var efnt til stærstu mótmælaöldu borgarinnar en þá söfnuðust 40 þúsund manns saman til að krefjast lýðræðis. Aðeins fáeinum dögum síðar var [[Berlínarmúrinn]] fallinn.
 
Lína 61:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Intershop Hochhaus.jpg|thumb|left|JenTower]]
[[Mynd: Stadtkirche St. Michael in Jena 2008-05-24.jpg|thumb|Mikjálskirkjan]]
* Mikjálskirkjan er aðalkirkja borgarinnar. Hún var reist í tveimur áföngum. Fyrst [[1380]]-[[1450]] og síðan stækkuð verulega [[1474]]-[[1557]]. Hún er helguð heilögum Míkael, sem einnig er verndardýrlingur borgarinnar síðan á [[13. öldin|13. öld]]. Meðal frægari organista kirkjunnnar voru Johann Nikolaus Bach (frændi [[Johann Sebastian Bach|Johanns Sebastians]]) og Max Reger. Í heimstyrjöldinni síðari skemmdist kirkjan talsvert í loftárásum. Helstu lagfæringum lauk ekki fyrr en [[1956]]. Aðalviðgerðir hófust þó ekki fyrr en [[1996]] og lauk [[2007]]. Ráðgert er að lagfæra hana enn frekar í framtíðinni.
* JenTower er einkennisbygging borgarinnar og næsthæsta skrifstofubygging hins gamla Austur-Þýskalands. Turninn var reistur [[1970]]-[[1972|72]] og er 149 metra hár (með mastri). Í fyrstu var háskólinn í borginni eini notandinn en hann flutti út [[1995]]. Turninn er notaður sem skrifstofuhúsnæði í dag. Á 28. og 29. hæð eru þó veitingasalir og útsýnisrými fyrir almenning.